<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Kisan mín er mjög spes. Þegar hún var minni stal hún alltaf tyggjópökkum úr veskinu mínu, fór í smá fótbolta með þá, dýfði þeim ofan í vatnsskálina sína og fór svo að lokum og velti þeim upp úr sandkassanum sínum. Núna er hún farin að stela hárteygjum, svömpum og uppþvottahönskum (og öllum hönskum) og finnst best að koma með allt draslið upp í rúm til mín. Hún kemur líka alltaf með sjúskuðu tuskukanínuna sína sem hún er búin að drösla henni með sér útum allt frá því hún var kettlingur. Nú má hún loksins fara út og þar er allskonar dót að finna sem henni finnst hún greinilega þurfa að deila með mér. Í morgun kom hún með blautt strá upp í rúm.(tek það fram að hún sefur ekki uppí lengur, hleypi henni samt stundum inn á morgnana)Ég get verið fegin meðan hún kemur ekki með orma eða fugla þó það hljóti að fara að koma að því.
Ég sem byrjaði bara að hleypa henni út í þeirri von að hún myndi gera þarfir sínar þar svo ég gæti losað mig við kattasandkassann. Það virkaði ekki, hún gerir sér sérstaka ferð inn til að kúka og fer svo aftur út.
Hún er líka rosalega klár, td. kunni hún að skrúfa frá krananum í Strýtuseli, hún vill nefnilega helst bara fá ferskt vatn beint úr krananum. Hana langaði líka svo rosalega mikið að fara út að hún hékk veinandi í hurðarhúninum að reyna að opna. Það hefði líklega tekist hefði verið ólæst. Nú erum við að æfa okkur í að lesa og reikna og stefnum á háskólann næsta haust.


Svo er hún líka ógeðslega góð á píanó!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?