sunnudagur, nóvember 27, 2005
Nú stendur yfir bílskúrstiltekt í Strýtuseli og ég er að hitta aftur dót sem ég hef ekki séð í a.m.k. 4 ár, ferlega fyndið sumt, myndir,ritgerðir, sögur og ljóð og föt sem ég veit ekki afhverju ég geymdi eins og bolir með áletrunum: "Fuck you I have enough friends" "Be aware of the bitch" og fleira í þeim dúr. Ég var indæll unglingur. Fann ritgerð sem ég gerði um bókina Mávahlátur í fyrsta bekk í MS sem ég var ógeðslega montin með. Var samt búin að steingleyma ummælum kennarans sem voru: "Mjög góð ritgerð. Hins vegar líst mér ekki á það sjónarmið að réttlætanlegt sé að drepa karlmenn ef þeir séu skíthælar. Heimaslátrun á fólki hefur lengi verið bönnuð."
Svo fann ég séðogheyrtstúlku myndina af Dæju frá 1997 og hún er núna límd á vegginn í stofunni. Fyrsta myndin sem prýðir vegg í íbúðinni minni. Átti reyndar bara að vera brandari í parýinu í gær en, Dæja mín, þangað til að ég eignast myndir þá verður þú bara þarna'skan.
Þetta er búin að vera mjög fyndin bílskúrstiltekt. Ég virðist samt þurfa að kaupa stærri íbúð undir allt dótið sem ég tími ekki að henda.
Bootcamp byrjar á morgun og þá verður ekkert meira sukk fram að jólum. Eða svona næstum því. Kannski bara um helgar..og fimmtudögum. Ég ætla að halda áfram að grafa upp gamalt dót, kannski verður framhald af þessari færslu ef ég held áfram að finna fyndna hluti sem almenningur á rétt á að heyra um. Kex.
Svo fann ég séðogheyrtstúlku myndina af Dæju frá 1997 og hún er núna límd á vegginn í stofunni. Fyrsta myndin sem prýðir vegg í íbúðinni minni. Átti reyndar bara að vera brandari í parýinu í gær en, Dæja mín, þangað til að ég eignast myndir þá verður þú bara þarna'skan.
Þetta er búin að vera mjög fyndin bílskúrstiltekt. Ég virðist samt þurfa að kaupa stærri íbúð undir allt dótið sem ég tími ekki að henda.
Bootcamp byrjar á morgun og þá verður ekkert meira sukk fram að jólum. Eða svona næstum því. Kannski bara um helgar..og fimmtudögum. Ég ætla að halda áfram að grafa upp gamalt dót, kannski verður framhald af þessari færslu ef ég held áfram að finna fyndna hluti sem almenningur á rétt á að heyra um. Kex.