þriðjudagur, desember 20, 2005
4 dagar til jóla, ótrúlegt, ég virðist hafa misst af desember.
Ég er búin að vera að leysa af í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði undanfarinn mánuð og verð a.m.k. fram í febrúar. Ég er með ca. 25 píanónemaendur eins og er og þau voru með jólatónleika áðan og voru svoo dugleg:)
Við í saumaklúbbnum erum búnar að bóka okkur til Köben í lok apríl, förum 6-7 saman og ég held að sú ferð bara geti ekki orðið annað en skemmtileg. Nema kannski ef hangið verður of mikið í barnafatabúðum, pant ekki vera með þar.
Ég sendi engin jólakort (takk allir sem eru búnir að senda mér, ég opna alltaf jólakortin strax, er svo forvitin) EN ef einhver vill gefa mér jólagjöf þá er ég með bunka af skemmtilegum gjöfum heima hjá mér sem ég mun útdeila af handahófi til allra þeirra sem koma með pakka til mín.
Ég er búin að vera að leysa af í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði undanfarinn mánuð og verð a.m.k. fram í febrúar. Ég er með ca. 25 píanónemaendur eins og er og þau voru með jólatónleika áðan og voru svoo dugleg:)
Við í saumaklúbbnum erum búnar að bóka okkur til Köben í lok apríl, förum 6-7 saman og ég held að sú ferð bara geti ekki orðið annað en skemmtileg. Nema kannski ef hangið verður of mikið í barnafatabúðum, pant ekki vera með þar.
Ég sendi engin jólakort (takk allir sem eru búnir að senda mér, ég opna alltaf jólakortin strax, er svo forvitin) EN ef einhver vill gefa mér jólagjöf þá er ég með bunka af skemmtilegum gjöfum heima hjá mér sem ég mun útdeila af handahófi til allra þeirra sem koma með pakka til mín.