<$BlogRSDURL$>

föstudagur, desember 02, 2005

Nostalgía

Það er ár og dagur síðan ég skrifaði þetta og í dag er ár síðan ég flutti heim frá Sviss.

Á morgun er ár síðan þessi mynd var tekin.

Þetta er búið að vera frekar viðburðaríkt ár, ég flutti tvisvar, keypti og gerði upp íbúð, vann sem þjónn, píanókennari, leikfimikennari, einkaþjálfari, afgreiðsludama og ég er örugglega að gleyma einhverju þarna, fór 5 sinnum til útlanda (frá 1. des ekki 2005) fékk mér kisu...



Tékklisti fyrir næsta ár:

-halda tónleika
-heimsækja vini og ættingja í útlöndum
-læra meira
-halda fullt af trendí matarboðum í nýju íbúðinni minni, suhsi, raklett og svoleiðis
-halda innflutningspartý
-eignast bíl
-læra á peninga og skatta og fleira fullorðins
-eyða minni tíma í tölvunni, meiri fyrir framan píanóið
-horfa minna á sjónvarp, hlusta meira á tónlist
-fara a.m.k. einusinni í píanótíma erlendis

This page is powered by Blogger. Isn't yours?