<$BlogRSDURL$>

föstudagur, desember 23, 2005

Þorláksmessa

Síðasti bootcamp tíminn byrjar eftir 5 mínútur og ég get ekki farið því ég er lasin, glaatað! Samt ágætt að sleppa við vigtun og mælingu eftir allt smákökuátið í desember.

Er samt ekki meira lasin en svo að ég kemst á La Primavera kl. 2 með mömmu og bræðrum mínum. Höfum haft það að sið í mörg ár að fara í hádegismat á þorláksmessu meðan Finnur fer í skötu. Hingað til höfum við alltaf farið á Pizza hut á Sprengisandi, veit ekki afhverju í ósköpunum sá staður varð alltaf fyrir valinu. Mig minnir að það sé því mömmu finnst húsið svo jólalegt og bræður mínir voru svo litlir þegar við byrjuðum að fara. Ár eftir ár hefur ágæta Pizzahutstarfsfólkinu tekst að finna upp nýtt klúður. Enginn komið að taka pöntun, vitlaus pöntun, kaldur matur, enginn matur, drykkir komið þegar matur er búinn, aðalréttur komið á undan forrétti... name it,og alltaf fórum við aftur. Núna hinsvegar eru báðir bræður mínir orðnir stærri en ég og tími kominn til að prufa fullorðinsstað. (Geir minn, mundu að skilja nintendo eftir heima og Kári, þetta er fínn staður, nota hnífapör!!!)

Ég er að sjálfsögðu búin að opna öll jólakortin og ég fékk jólakort frá forsetanum og Dorrit. Þau hafa aldrei sent mér áður. (líklega voru þau ekki með heimilisfangið mitt í Sviss) Fengu fleiri jólakort frá forsetahjónunum? Eða er það bara fína og fræga fólkið sem fær svoleiðis:)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?