<$BlogRSDURL$>

mánudagur, febrúar 13, 2006

Jæja þá er það febrúarbloggið.

Kom heim úr örstuttri Londonferð í gær, fór að heimsækja Hilmar og Katerinu og Tina kom líka frá Sviss og hitti okkur. Komst svo að því að Hilmar býr ekkert í London, hann býr leeeengst í fjarskanistan í Farnborugh(eða hvernig sem í fjandanum það er stafsett)a.m.k. klukkutíma lestar og strætóferð frá London. Ljómandi skemmtileg ferð þar til á heimleiðinni þegar ég missti næstum af flugvélinni því Stansted express gekk ekki í gær og ég hefði ekki náð með strætó svo ég þurfti að taka dýrasta leigubíl sögunnar til að missa ekki af fluginu, rétt svo náði því og fékk ömurlegt sæti. Andvarp.

Síðan síðast er líka búið að gæsa og gifta Árnýju frænku, gæsunin var mjög skemmtileg. Þema kvöldsins var tippi(kaka, kerti, myntur etc.) og Þorgrímur Þráinsson kom í heimsókn. Við fengum samt ekki að sjá á honum tippið. Hann kyssti þó gæsina (hollywoodkossi ofkors) og gaf henni bók. Og las fyrir hana. Myndir af deginum og fyrri parti kvöldsins eru að finna hér. Ég er ógeð á öllum myndunum sem varð til þess að ég gerði eins og Helga og keypti mér fyrsta augnkrem ævi minnar. Konan í augnkremadeildinni í fríhöfninni sagði að það skipti miklu máli hvernig maður ber á sig augnkrem, ef það færi of nálægt augunum þá læki það inní þau og myndaði stóra augnpoka. Hmmm, eitthvað til að hugsa um...

Meðan ég var í London fékk ég 3 sms um að kjósa einhvern Andrés Jónsson. Þið sem þekkið mig vitið að ég skipti mér ekki mikið af stjórnmálum og ég hafði ekki huuugmynd um hver Andés Jónsson er fyrr en núna. Þessi sms fóru svo í taugarnar á mér að ég mun ALDREI kjósa Andrés Jónsson þó það væri ekki nema bara því hann lætur senda svona hallærisleg sms. ÞRISVAR!! Glatað sko.

Annars er bara skemmtilegt framundan, eins gott að ég er hætt að vinna um helgar! Síðan ég kom heim frá Sviss í janúar er búið að vera fullt prógramm hverja helgi, afísingapartý í flugþjónustunni, út að borða með argentínupragstelpunum(annar hittingur í plönun)gæsun, brúðkaup, London. Innflutningspartý hjá mér næstu helgi, endilega hafið samband og athugið hvort ykkur sé boðið, Huldu útskrift þar á eftir, til hamingju með fína einkunn elskan, matarklúbbur hjá Dæju helgina á eftir, 20's partý með Hrefnu vinkonum þar á eftir, sumarbústaður og þá er bara farið að styttast í að saumaklúbburinn fari til Köben.

Ok Hrefna hat mich geklukked

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina
*Hagkaup, kassa, upplýsingum og snyrtivörudeild
*Þjónn (Eldhúsinu og Argentínu)
*Einkaþjálfari/ leikfimikennari
*Píanókennari
Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
*Meaning of life
*Brokeback mountain (kannski ekki aftur og aftur en defenetly aftur)
*Setti heimsmet í áhorfi á Cry baby á sínum tíma, væri fyndið að sjá hana aftur einhverntímann
*Gamlar Steve Martin myndir eins og The man with two brains og Roxanne
Fjórir staðir sem ég hef búið á
*Vesturbær
*Breiðholt
*Sviss
*Norðurmýri og er þar enn
Fjórir sjónvarpsþættir
*Friends
*Sex and the city
*American dad
*ER
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
*Barcelona
*Prag
*Florida
*Köben
Fjórar síður sem ég skoða daglega
*mbl.is
*Bloggið mitt
*Önnur blogg
*Kbbanki.is
Fernt matarkyns
*Sushi
*Ristað brauð með sultu og osti eða hnetusmjöri
*Fetaostur
*Vínber, ný og fersk með engum steinum
Fjórar bækur sem ég les oft
Les yfirleitt bækur bara einusinni en:
*Ilmurinn, las hana nokkrum sinnum
*Dagbók Bridget Jones örugglega 2svar
*Átti einusinni barnabók sem hét Þorpið sem svaf og las hana mjög oft, kíkti svo í hana nokkrum árum seinna til að sjá hvort mér þætti hún enn skemmtileg og viti menn, þetta var bara hin mesta karlremburitsmíð.
*Bróðir minn ljónshjarta, las hana oft oft, finnst hún ennþá æðisleg.
Fjórir staðir þar sem ég vildi heldur vera á núna
*Í dekri á snyrtistofu
*Í sólbaði með góða bók
*Úti að borða, helst sushi, eelska það
*Á Florida á sama stað og síðast
Fjórir bloggarar sem þurfa líka að gera svona, hahaaaa
*Helga
*Geir
*Maja
*Erna, kominn tími til að virkja þig aðeins í þessu

This page is powered by Blogger. Isn't yours?