mánudagur, apríl 10, 2006
Á fimmtudaginn fór ég í háskólabíó að hlusta á Hamrahlíðarkórinn, hefði aldrei nennt ef Kári hefði ekki verið að syngja. Gott ég fór samt, þau eru rosalega góð! Það sem stóð uppúr samt var þegar Sálumessa Mozarts var ca. hálfnuð og ég tók eftir að það hristist eitthvað í sætinu við hliðina á mér. Ég leit við og þá var það ekki jarðskjálfti heldur mamma (mín) í hláturskasti! Textinn sem verið var að syngja var: Rex tremendae majestatis, og kórinn söng fyrst: REX!!!! REEEEX!! ferlega hátíðlegt og allt nema mamma heyrði auðvitað (og ég fattaði reyndar strax hvað var svona fyndið)
RASS!!! RAAAASS!! Ég fór náttúrulega líka að flissa og svo var erindið endalaust og við gátum ekki hætt, frekar vandræðalegt sko. Ég sem er að þykjast vera virðulegur tónlistarkennari og samkennari minn sat beint fyrir framan mig. Og háskólabíó var troðfullt og ég sá engan annan hlægja. Húmorslaust pakk upp til hópa.
RASS!!! RAAAASS!! Ég fór náttúrulega líka að flissa og svo var erindið endalaust og við gátum ekki hætt, frekar vandræðalegt sko. Ég sem er að þykjast vera virðulegur tónlistarkennari og samkennari minn sat beint fyrir framan mig. Og háskólabíó var troðfullt og ég sá engan annan hlægja. Húmorslaust pakk upp til hópa.