<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Sjitt. Ég bara get ekki orða bundist. Setti óvart á stöð 1 núna rétt í þessu og lenti á stundinni okkar! Ég hef aldrei þolað þegar fullorðið fólk leikur börn en kræst, finnst bara mér þetta asnalegt? Ojj get ekki komið í orð hvað mér finnst þetta glatað. Afhverju eiga börn að hafa gaman af því að sjá risavaxið fólk með skegg og/eða brjóst í furðufötum að reyna að tala barnalega en það kemur út eins og þroskaheft(með fullri virðingu og allt) Atriðið sem ég lenti á voru 2 vísindamenn (hún með risagleraugu og hann eins og bróðir hennar Mary í Somthing about Mary) að aulast eitthvað. Æ sjáið bara endursýninguna. Er móðguð fyrir hönd barna. Og þroskaheftra. Og varðandi 6 til 7 þá held ég að fæst orð beri minnsta ábyrgð en pant ekki horfa á föndur í beinni útsendingu. Held þau séu strax orðin uppiskroppa með skemmtilegt efni. Nú er ég farin að minna mig á geðvonda fólkið sem skrifar í velvakanda, best að tuða aðeins yfir því líka:) Ein skrifaði um daginn hvað henni þætti mikið hneyksli að það sé búið að hoppa yfir 2 ár í sápuóperunni Glæstum vonum og hvað hún væri eyðilögð að geta ekki fengið að upplifa meðgöngu Brooke og fæðinu barnsins og svona. Grátbroslegt. Ég elska samt Glæstar vonir. Og síðast en ekki síst, nennir einhver að láta SKO auglýsingarnar hætta. Ef ég sé aðra þá bara DEY ég úr leiðindumzzzzzzz

Verð að láta fylgja eitthvað jákvætt: 3 vikur í Köben og nokkrar í Barcelona. Ef það væru ekki þessar 2 ferðir framundan myndi ég næstum vorkenna mér að vera munaðarlaus alla páskana. Pabbi er að fara til London og mamma og þau til Spánar og Helga á Vestfirði og ég verð bara ein heima að borða núðlusúpu. (kostar bara 39 krónur pakkinn og maður þarf ekki einusinni að vaska upp, besta uppgötvun sem ég hef gert lengi)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?