fimmtudagur, apríl 20, 2006
Sumarið er greinilega komið því rétt í þessu sá ég stærðarinnar hunangsfugl á sveimi fyrir utan gluggann minn. Á sumardaginn fyrsta fyrir ári fékk ég Kisumín, á sumardaginn fyrsta fyrir 2 árum byrjaði ég að blogga og í dag er ég að jafna mig eftir spánarferð og gubbupest. Skrapp semsagt til Spánar um helgina með skemmtilegu fólki, drakk sangria og lá í leti, ekki slæm leið til að eyða páskunum. Toppar allavega að vera ein heima og borða núðlusúpu:) Myndir frá ferðinni er að finna á Helgu síðu.