<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júní 27, 2006

Ég hef stundum velt fyrir mér hvort ég gæti verið með vott af athyglisbrest. Þá á ég við að mér finnst ómögulegt að lesa langa (leiðinlega)texta, hraðles bækur þó þær séu skemmtilegar, man ekki hvað fólk segir við mig og veit þarafleiðandi ekki einusinni við hvað sumar vinkonur mínar vinna nákvæmlega. Ég man sjaldan nöfn og hvað þá í tengslum við andlit. Lenti td. ófáu sinnum í því á Argentínu að vera búin að þjóna einhverjum í hálfa eða heila kvöldstund án þess að fatta að ég þekkti viðkomandi. Svo eru örugglega margir ósammála mér með athyglisbrestinn og vilja skrifa þetta allt á áhugaleysi. Það er eflaust líka rétt. Annar galli er fljótfærni/óþolinmæði. Ég td. þoli ekki eftir að bíða eftir að vatn sjóði eða spagettí sé tilbúið. Enda oft á að drekka bara volgt te og borða hart spagettí.

Maður myndi halda að þetta angraði mig fyrst ég er að birta þetta hér opinberlega en ég er bara að sýna ykkur að það er enginn fullkominn, ekki einusinni ég! Vissulega eru kostirnir fleiri en gallarnir, ætla ekki að telja þá alla upp hér samt því ég vil ekki að neinn fái minnimáttarkennd.

Ég gef skotleyfi á gaurinn sem er úti að vinna með slátturvél eða múrbrjót eða einhvern fjandann. Hann er hér á Bollagötu heyrist mér. Eða einhverstaðar mjög nálægt. Skotmaðurinn fær fallega kisu í laun.

Mig langar aftur til Spánar.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?