<$BlogRSDURL$>

föstudagur, júlí 28, 2006

Í gærkvöld flaug inn til mín stærðarinnar vespugeitungur og setti allt á annan endann. Svo þegar Helga ætlaði að rota hann með fréttablaðinu (ég faldi mig úti á meðan) framdi hann sjálfsmorð í lampanum mínum. Greyinu hefur þótt ljósið fallegt og ætlað að skoða það nánar sem fór ekki betur en svo að hann grillaðist. Fyrst kom reykur svo vond lykt og svo eldur, mér stóð sko ekki á sama og slökkti á lampanum.
Lampi til sölu. Hentar vel til að grilla skordýr, nú eða bara sem skordýragildra. Tilboð óskast.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?