fimmtudagur, júlí 13, 2006
Sumt fólk bara hreinlega stígur ekki í vitið. Eiturlyfjasmyglarar eru greinilega ekki mjög viti bornir. Eiturlyfjasmyglarar sem nást enn síður. Mér finnst ég undanfarið vera búin að rekast á óvenjumargar fréttir af fólki sem er gómað við að reyna að smygla dópi inn í landið og fyndnast er að lesa útskýringu þeirra á smyglinu. "Ég hélt þetta væru hestasterar" sagði einn Lithái þegar hann náðist með 12 kíló af amfetamíni um daginn. Hestasterar. Nú er ég ekki fróð um hestastera en efast um að það þyki sjálfsagt að keyra um með þá í kílóavís. Ok, hálviti númer eitt. Það er vonandi bara tilviljun að hálviti númer tvö er líka frá Litháen. "Við húsleit á heimili skjólstæðings Sveins fann lögreglan uppskrift af amfetamíni í föstu formi og etanól, ásamt tveimur e-töflum. Uppskriftina sagðist sá ákærði hafa sótt fyrir vin sin og ekki vitað að væri fyrir amfetamínframleiðslu. Etanólið sagðist hann nota í bakstra við bakverkjum og töflurnar sagðist hann hafa fundið á gólfi skemmtistaðar, tekið upp og gleymt. Hann hefði borgað farið fyrir félaga sinn af greiðasemi þar sem hann ætti krítarkort og gæti því fengið hagstæðara verð á netinu. Hann hefði fengið endurgreitt í peningum." www.visir.is. Say no more.
Heyriði og Friðrik Ómar er kominn út úr skápnum. Gott hjá honum en var einhver einhverntíma í vafa um hvort hann væri gay? Einhver? Hélt ekki.
Heyriði og Friðrik Ómar er kominn út úr skápnum. Gott hjá honum en var einhver einhverntíma í vafa um hvort hann væri gay? Einhver? Hélt ekki.