föstudagur, ágúst 25, 2006
Ég henti lirfunum, það var nákvæmlega ekkert gaman að þeim og ég er viss um að þeim líður miklu betur í ruslatunnunni og munu breytast í falleg fiðrildi innan skamms. (eða maðkflugur) Ekki einhver vitleysingur alltaf að hrista þær í krukkunni til að sjá hvort þær séu lífs eða liðnar. Ég henti krukkunni líka að sjálfsögðu.
Skólinn er að koma skemmtilega á óvart. Það fékk bara einn nemandi hláturskast í raddþjálfunartíma í dag þegar við áttum að horfast í augu, faðma og nudda hvort annað og setja hendur á brjóstin á hinum osfrv. og ég sver að ég þekki þá manneskju ekki neitt.
Svo er ég ekki búin að fá fréttablaðið í marga daga, þú sem berð út í norðurmýrinni svei þér letihaugur!
Skólinn er að koma skemmtilega á óvart. Það fékk bara einn nemandi hláturskast í raddþjálfunartíma í dag þegar við áttum að horfast í augu, faðma og nudda hvort annað og setja hendur á brjóstin á hinum osfrv. og ég sver að ég þekki þá manneskju ekki neitt.
Svo er ég ekki búin að fá fréttablaðið í marga daga, þú sem berð út í norðurmýrinni svei þér letihaugur!