<$BlogRSDURL$>

mánudagur, ágúst 21, 2006

Lirfurnar mínar lifa ennþá í krukkunni og ég var farin að vorkenna greyjunum svoldið svo ég setti laufblöð og strá ofaní til þeirra. Það kom samt ekki góð lykt úr krukkunni, eiginlega svona lykt einsog maður myndi búast við að komi af því sem bjó í dauðum fugli í viku. Mér er samt farið að þykja svolítið vænt um þær svo ég ákvað að gefa þeim nöfn. Helga og Hulda. Helga er aðeins ljósari á hörund en Hulda. Hulda er meira bráðþroska, það eru strax farnir að gægjast fálmar út úr afturendanum. Eða lappir, er ekki viss. Ég ætla að reyna að taka mynd af þeim bráðum. Vitið þið hvort lirfur þurfi að borða eitthvað?

Ég keypti 2 aukabjöllur á Kisumín áðan, hún er ekki sátt. Hún hleypur nú um eins og hávært jólatré með 3 dinglandi marglitar kúlur um hálsinn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?