þriðjudagur, september 12, 2006
Ég fæ af og til keðju email sem ég eyði undantekningalaust strax. Ég þoli ekki að fá þannig, nema það sé í gríni, en ég hef fólk sem sendir mér svoleiðis samt grunað um að vera fúlasta alvara með því. "sendu þennan vinapóst til 11 manns sem þú lítur á sem vini þína innan 3 mínútna og þá muntu missa 7 kíló, ef ég fæ ekki póstinn til baka lít ég ekki á þig sem vin minn" Kommon.
Rakst á þetta keðjublogg hjá Ástu og fannst það svo fyndið:
Ef þú lest þessa færslu og rekur bloggsíðu skaltu koppí/peista hana þangað. Annars gerist eitthvað ömurlegt:
Siggi var starfsmaður í kísilvinnslunni við Mývatn. Hann sá þessa færslu en fylgdi ekki fyrirmælum og nú hefur vinnslunni verið lokað og nú er hann atvinnulaus fáviti.
Katrín er einstæð móðir frá Hveragerði. Hún rak jólaþorpið-Hveragerði við mikinn hagnað. Hún sá þessa færslu og rétt eins og Siggi þá fylgdi hún ekki fyrirmælum. Nú er ekkert jólaþorp í Hveragerði. Hún fékk vinnu í tívolíinu til skamms tíma en nú hefur því verið lokað. Katrín er núna aumingi.
Hannes starfaði sem prentsmiður hjá Prentsmiðju Suðurlands. Hannes fylgdi fyrirmælum, en ekki alveg. Hann leiðrétti stafsetningarvillur áður en hann ýtti á "publish" takkann. Vikublaðið Selfossfréttir er nú algerlega unnið á stafrænan hátt. Hannes kann ekkert á tölvur og eyddi sínum lífdögum þaðan af sem fáráðlingur. Þegar hann dó fór hann til helvítis.
Rakst á þetta keðjublogg hjá Ástu og fannst það svo fyndið:
Ef þú lest þessa færslu og rekur bloggsíðu skaltu koppí/peista hana þangað. Annars gerist eitthvað ömurlegt:
Siggi var starfsmaður í kísilvinnslunni við Mývatn. Hann sá þessa færslu en fylgdi ekki fyrirmælum og nú hefur vinnslunni verið lokað og nú er hann atvinnulaus fáviti.
Katrín er einstæð móðir frá Hveragerði. Hún rak jólaþorpið-Hveragerði við mikinn hagnað. Hún sá þessa færslu og rétt eins og Siggi þá fylgdi hún ekki fyrirmælum. Nú er ekkert jólaþorp í Hveragerði. Hún fékk vinnu í tívolíinu til skamms tíma en nú hefur því verið lokað. Katrín er núna aumingi.
Hannes starfaði sem prentsmiður hjá Prentsmiðju Suðurlands. Hannes fylgdi fyrirmælum, en ekki alveg. Hann leiðrétti stafsetningarvillur áður en hann ýtti á "publish" takkann. Vikublaðið Selfossfréttir er nú algerlega unnið á stafrænan hátt. Hannes kann ekkert á tölvur og eyddi sínum lífdögum þaðan af sem fáráðlingur. Þegar hann dó fór hann til helvítis.