miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Fæ alveg gæsahúð alltaf þegar ég hugsa um þessa sögu. Ég veit að allir þekkja hana mig langar samt að hafa hana hér.
Einu sinni var vinnukona á bæ. Hún hafði orðið þunguð, alið barn, og borið út, sem ekki var mjög ótítt á landi hér, meðan harðar skriftir, sektir eða líflát voru lögð við slíkum brotum. Eftir það bar svo til eitthvert sinn, að halda átti gleði þá, er vikivaki nefndist og alltíðir voru hér áður á landi, og var þessari hinni sömu stúlku boðið til vikivakans. En af því hún var ekki svo fjölskrúðug, að hún ætti skartföt, er sambyði slíkum skemmtifundi sem vikivakar voru á fyrri dögum, en var kona glysgjörn, lá allilla á henni, að hún yrði þess vegna að sitja heima og verða af gleðinni. Einu sinni á málum, meðan gleðin stóð til, var griðkona þessi að mjólka ær í kvíum með öðrum kvenmanni; var hún þá að fárast um það við hina mjaltakonuna, að sig vantaði föt að vera í á vikivakanum; en í því hún sleppir orðinu, heyra þær þessa vísu kveðna undir kvíaveggnum:
"Móðir mín í kví, kví,
kvíddu ekki því, því;
ég skal ljá þér duluna mína
að dansa í
og dansa í."
Griðkona sú, sem borið hafði út barn sitt, þóttist þekkja hér skeyti sitt; enda brá henni svo við vísuna, að hún varð vitstola alla ævi síðan.
Einu sinni var vinnukona á bæ. Hún hafði orðið þunguð, alið barn, og borið út, sem ekki var mjög ótítt á landi hér, meðan harðar skriftir, sektir eða líflát voru lögð við slíkum brotum. Eftir það bar svo til eitthvert sinn, að halda átti gleði þá, er vikivaki nefndist og alltíðir voru hér áður á landi, og var þessari hinni sömu stúlku boðið til vikivakans. En af því hún var ekki svo fjölskrúðug, að hún ætti skartföt, er sambyði slíkum skemmtifundi sem vikivakar voru á fyrri dögum, en var kona glysgjörn, lá allilla á henni, að hún yrði þess vegna að sitja heima og verða af gleðinni. Einu sinni á málum, meðan gleðin stóð til, var griðkona þessi að mjólka ær í kvíum með öðrum kvenmanni; var hún þá að fárast um það við hina mjaltakonuna, að sig vantaði föt að vera í á vikivakanum; en í því hún sleppir orðinu, heyra þær þessa vísu kveðna undir kvíaveggnum:
"Móðir mín í kví, kví,
kvíddu ekki því, því;
ég skal ljá þér duluna mína
að dansa í
og dansa í."
Griðkona sú, sem borið hafði út barn sitt, þóttist þekkja hér skeyti sitt; enda brá henni svo við vísuna, að hún varð vitstola alla ævi síðan.