fimmtudagur, desember 14, 2006
Í fréttablaðinu í dag er kona að hneykslast á því Íslendingar séu að borga fyrir skólamáltíðir hjá afrískum börnum. Hún vill sko fyrst sjá íslensk börn fá ókeypis mat áður en við förum að "laga til úti í heimi". Á næstu opnu er grein um þurrka og hungursneyð í Afríku og mynd af svöngum, vannærðum börnum.
Mér finnst að það hefði verið mun áhrifararíkara hefði konan látið fylgja myndir af grindhoruðum og svöngum íslenskum börnum með þessum pistli sínum. Etv. með fyrirsögninni "Hungursneyð á Íslandi" eða "Íslensk börn fá ekki nóg að borða"
Mér finnst að það hefði verið mun áhrifararíkara hefði konan látið fylgja myndir af grindhoruðum og svöngum íslenskum börnum með þessum pistli sínum. Etv. með fyrirsögninni "Hungursneyð á Íslandi" eða "Íslensk börn fá ekki nóg að borða"
þriðjudagur, desember 12, 2006
Hey vissuð þið að Thomas Edison var lesblindur??
Uppáhaldsbrandarinn minn hefur öðlast nýja merkingu:
Hvað lesblinda til að skipta peru um?
Uppáhaldsbrandarinn minn hefur öðlast nýja merkingu:
Hvað lesblinda til að skipta peru um?
þriðjudagur, desember 05, 2006
Ég er að gera ritgerð, sem ég á að skila eftir nokkra klukkutíma. Best að eyða þá tímanum í að blogga. Deila kannski með ykkur smá broti úr Um Fryderyk Chopin: Ævi hans og einstök verk eftir Árna Kristjánsson. Þegar hér er komið við sögu eru Chopin og Sand nýflutt til Mallorca:
Það fór því ekki á milli mála að íbúar þorpsins í Valldemosa voru allt annað en hrifnir af þessu “heiðna” og í alla staði guðlausa “innrásahyski” sem braut allar kristnar reglur: sótti ekki messur, hirti ekki um skriftir eða altarisgöngu, var stjórnað af fyrirferðarmikilli maddömmu sem gekk í buxum og æddi um sveitina með börn sín tvö og gerði kröfur; hafði auk þess tæringarsjúkan elskhuga tjóðraðan inni hjá sér. Hver er þessi kvenvargur-spurðu innfæddir-sem gerir kröfur á einhverri skollafrönsku? Hver er þessi tæringarsjúklingur- ó, vei!- þessi örkumla píanisti, sem lifir í “synd” með móður tveggja barna?
Skemmtilegt:)
Það fór því ekki á milli mála að íbúar þorpsins í Valldemosa voru allt annað en hrifnir af þessu “heiðna” og í alla staði guðlausa “innrásahyski” sem braut allar kristnar reglur: sótti ekki messur, hirti ekki um skriftir eða altarisgöngu, var stjórnað af fyrirferðarmikilli maddömmu sem gekk í buxum og æddi um sveitina með börn sín tvö og gerði kröfur; hafði auk þess tæringarsjúkan elskhuga tjóðraðan inni hjá sér. Hver er þessi kvenvargur-spurðu innfæddir-sem gerir kröfur á einhverri skollafrönsku? Hver er þessi tæringarsjúklingur- ó, vei!- þessi örkumla píanisti, sem lifir í “synd” með móður tveggja barna?
Skemmtilegt:)