<$BlogRSDURL$>

laugardagur, febrúar 24, 2007


Ég er að verða reddí að gifta mig, búin að finna kjólana, allavega 3 af þeim, ætla nefnilega að gera eins og Noregskonungur gerði á sjötugsafmælinu og hafa veislu í viku. Þá gengur náttúrulega ekki að vera í sama kjólnum alltaf. Er núna komin með töff, slöttí og elegant. Ok, þá er bara að finna dagsetningu og brúðguma, jeij hvað ég hlakka til.

Svo lofaði ég Maju færslu um vaxtarræktalessurnar. Þannig varnú það að við vorum eitthvað að ræða vaxtarrækt og stelpur og hvenær er eiginlega nóg komið. Talið barst einhvernvegin út í að þær hlytu margar að vera lessur og þegar þær eru með náttfatapartý þá, ólíkt okkur hinum sem förum í koddaslag á nærfötunum, hljóta þær að fara í alvöru blóðugan slag, missa tennur og spýta blóði og svona. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur?


This page is powered by Blogger. Isn't yours?