þriðjudagur, júní 26, 2007
Við Dæja erum náttúrulega bara að springa við erum svo töff með sólgleraugun á klóstinu. Þetta er ein af fáum myndum sem eru pósthæfar úr afmælinu hans Hilmars síðasta lau. En Dæja kom í heimsókn áðan með Mána rassálf
fimmtudagur, júní 21, 2007
Myndavélin mín er svo sniðug. Hún er 7.2 megapixla (til samanburðar er pabba vél bara 3 eða eitthvað og Huldu 6) og ég get geymt alveg 800 myndir amk. Allavega hér er mynd af Kisumín á meðan ég var að reyna að hlaða myndunum inn í tölvuna. Henni finnst betra að vera ofaná lyklaborðinu, enda er það allt út í hárum. Það er af sem áður var þegar hún var svo lítil að hún passaði í lófann og týndist í sófanum.
Nú myndavélina er líka hægt að nota til að mynda fallegar frænkur með lungnabólgu:
matvæli
hey sjáiði mig ég er að lesa ég er svo gáfuð
matvæli
hey sjáiði mig ég er að lesa ég er svo gáfuð
mánudagur, júní 18, 2007
Muniði eftir henni
eða henni?
Svona er ég núna, hausinn á mér er búinn að stækka og breyta um lögun frá því á miðvikudaginn. Læknirinn á læknavakinni í gær sagði að þetta væri alveg eins og hettusótt en ég er búin að fá hana, heimilislækninum mínum bara gæti ekki verið meira sama þó ég líti út eins og loftbelgur, honum finnst það "skondið" og segir að þetta hljóti að lagast. Guði sé lof fyrir hettupeysur segi ég nú bara og læt þetta ekki stoppa mig í taninu.
föstudagur, júní 15, 2007
Ferðasaga í máli og MYNDUM því ég keypti myndvél í Florida.
Hér höfum við baksvipinn á mér að ganga um götur New York.
Svo fór ég í hestakerru í Central Park
og svo var betra að taka limmó á flugvöllinn, þeir eru svo miklu þægilegri en venjulegir bílar. Égveit égveit, bláu skórnir eru smá stílbrot, mér var bara svo illt í tánum eftir allt sjoppið
Inní limmó (eeeeldsnemma um morgun)
Finnur átti afmæli í Sarasota. Hann varð fimmtugur í fimmta sinn.
Finnur átti afmæli í Sarasota. Hann varð fimmtugur í fimmta sinn.
Ég fékk sunpoisoning á degi 3 og varð að halda mig frá sólinni. Í staðinn púslaði ég 1500 bita púsl. Hér sjáið þið Kára bróður hjálpa mér að leggja lokahönd á púslið.
og ég ótrúlega stolt
Við Geir erum samt kát
Það var svoldið erfitt að pakka öllum skónum sem bættust í safnið