<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Mig langar svo í mína eigin eyju með kastala. Vissuð þið að það er hægt að fá kastala í Frakklandi á svona svipuðu verði og einbýlishús á Íslandi. Verst að þessir ódýrustu eru ekkert rosalega flottir, þessi er td á ca. milljón evrur.


Ég er svoldið skotin í þessum en hann kostar svona 4 sinnum meira. Læt þetta bíða í nokkur ár en þá, börnin góð, þegar allir sem ég þekki verða búnir að fá sér hús í Norðlingaholti eða Grafarholti, verð ég að tjilla í kastalanum mínum í Frakklandi. Það er svona álíka langt í burtu. Allir eru velkomnir í heimsókn alltaf. Tala nú ekki um ef ég hef hann á sér eyju, ohh get ekki beðið, þá geta gestirnir skroppið með á rúntinn á snekkjunni minni og stripplast á ströndinni og svona.

Maja og Birta systir hennar komu og gistu hjá mér um helgina. Við Maja fengum okkur bjór og Maja lenti á spítala daginn eftir, alveg svakalegt hún þurfti að vera þar ALLAN daginn greyið. Það var allt rannsakað, teknar þvagprufur og dna og svona. Svo var hún send heim með nokkra stíla og hún er enn rúmliggjandi.


Svo dró ég Geir bróður upp á Esju í gær, merkilegt hvað maður getur verið mikil hetja við það eitt að hafa einhvern með sér sem er örlítið smeykari (í þessu tilfelli lofthræddari) Ég, sem venjulega renni mér á rassinum í brattasta hlutanum alveg steig línudans í klettunum, stóð á einum fæti og tók heljarstökk og togaði Geir upp. Læt fylgja eina Powerade auglýsingu starring Geir Finnson.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?