<$BlogRSDURL$>

mánudagur, ágúst 27, 2007

Þegar ég kom heim í gær var tvennt í boði í sjónvarpinu. Að detta inn í miðjan þátt á skjá einum sem ég man ekki hvað heitir, nú eða að horfa á þýska heimildamynd um túnfisk!

Mögulega það mest óspennandi sjónvarpsefni sem ég get ímyndað mér, nema til að gera grín að kannski. Sem ég gerði þegar vinkona mín kom í heimsókn og ég fór að lesa fyrir hana með svona hneykslgríntón:

Þýsk heimildamynd um túnfisk. Sjávarlíffræðingurinn Boris Frentzel-Beyme fylgir túnfiski eftir á ferðum hans frá Atlantshafsströnd Marokkó til Tyrklands og skoðar lífríkið á hrygningarslóðum hans. Flestar tegundir túnfisks eru ofveiddar og sumar í útrýmingarhættu.

Áður en ég gat klárað heyrist í henni: oooo geðveikt, ég trúi ekki að ég hafi misst af þessu en ótrúlega spennandi. ?? Þess má geta að þessi sama manneskja vildi ekki koma með í sund um helgina því það var opinn dagur hjá Nesjavallavirkjun og á frídögum sínum les hún Njálu. En það er nú gott að það eru ekki allir eins.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?