miðvikudagur, ágúst 29, 2007
Eitthvað eru nýju Baðhúsauglýsingarnar ekki að hitta í mark hjá mér. Fallegar konur og allt það, en í fljótu bragði finnst mér alltaf eins og einhver aumingjans kona hafi verið skilin eftir allsber í einhverjum ógeðslegum gömlum köldum kofa (ætli þetta eigi ekki að minna á gamalt baðhús) ég myndi vera hrædd um að fá flís í rassinn ef ég þyrfti að sitja berrössuð á gólfinu þarna. Svo er það textinn:
ég er umkomulaus og náttúruleg kona
ég á engin föt
ég elska líkama minn
ég er sérstök kona
ég er umkomulaus og náttúruleg kona
ég á engin föt
ég elska líkama minn
ég er sérstök kona