<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, september 04, 2007

Þá er afmælisdagur númer 28 búinn. 2 ár eftir af "ekki þrítug" tímanum, sjitttt hvað tíminn líður hratt.

Afmælisdagurinn: Vaknaði ennþá hálf eftir mig eftir afmælispartýið á laugardaginn sem var ótrúlega skemmtilegt og vel heppnað. Fór öfugu megin framúr, veðrið var viiðbjóðslegt og það var mánudagur og ekki búið að takast til að sjálfu sér eins og ég hafði vonað. Dagurinn batnaði til muna þegar mamma kíkti við með pakka:) En versnaði svo aftur þegar ég fór í vinnuna og enginn gaf mér köku. Batnaði aftur þegar pabbi gaf mér pakka í vinnunni og eg hitti Helgu í köku í Smáralind og fór batnandi eftir það.

Ég er með eina gátu fyrir ykkur, hvaða 3 starfstéttir teljið þið að haldi mest framhjá?

Svo er hérna einn gamall og góður:

Why is six afraid of seven?
Because seven ate nine!, ahahaaaa

Kveðja, Lísa. 28 ára

This page is powered by Blogger. Isn't yours?