<$BlogRSDURL$>

mánudagur, september 10, 2007

Sveitaferð Lísu og Dæju
Við Dæja skruppum í sveitaferð upp í bústað til Evu og Mikka í gær.
Ég heimtaði að fara á hestbak, sagðist vera ótrúlega vön hestum þannig að Mikki leyfði mér að prufa hestinn sinn, mig minnir að hún heiti Klukka. Eins og þið sjáið lítur hún út eins og ljúfasti barnahestur, Hér er Máni (bráðum 4 ára) á baki:


Meira að segja Dæja þorði að koma nálægt henni En samt tókst henni að henda mér tvisvar af baki, hér eru Máni og Mikki að tala við hana og biðja hana að gera þetta ekki aftur.
Aþena passaði Sögu
Sem er alltaf kát
Meðan Emma gæddi sér á krækiberjum
Svo var grillað og "krakkarnir" fengu að borða í stofunni


Einhvernveginn tókst okkur Evu að forðast myndavélarnar allan tímann, verðum að bæta úr því við tækifæri.

Framhaldið af Topp 10 ljóskumómentum Lísu kemur bráðum, ég er búin að vera iðin að bæta í safnið upp á síðkastið.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?