þriðjudagur, september 11, 2007
Top 10 ljóskumóment Lísu nr. 6
6. Þetta gerðist nú bara síðasta laugardag. Ég var eitthvað að leita að veitingastað fyrir okkur Ernu og prufaði að gúggla sushi. Það er náttúrulega mikið búið að gera grín að mér fyrir að geta ekki sagt orðið rétt en ég virðist líka eiga í einhverjum erfiðleikum með að skrifa það rétt. Allavega, ég gúgglaði Suhsi og fyrsta leitarniðurstaðan var bloggið mitt sjá hér. ég alveg "Guuuuuð Erna eeen sniiðugt!! Sjáðu hvað kemur ef maður gúgglar sushi, bara bloggið mitt ahahaa." Svo snarþagnaði ég þegar ég sá afhverju og mundi hvað mér var strítt í kommentunum þegar ég gerði þessa færslu forðum, kíkiði bara:)
Annars komst ég næst því að bera orðið rétt fram þegar Michael sagði: sko þetta er ekkert mál, þú segir bara sú, svo shit, sleppir svo t-inu og segir í í staðinn.