<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, september 09, 2007

Topp 10 ljóskumóment Lísu 1-5
Ekki endilega í neinni sérstakri röð, það er af mörgu að taka.
1. Þegar ég reyndi að bora upp 1 auman klósettrúlluhaldara á Njálsgötu, ákvað að vera ekkert að fá smiðina í það, þeir voru uppteknir við að smíða íbúð í risinu svo ég setti borinn í samband og boraði og boraði og boraði, og holan varð aldrei dýpri en nokkrir mm og ég var að fara að gefast upp og ná í demantabor eða eitthvað þegar smiðirnir litu við til að sjá hvað ég væri að vesenast og bentu mér pent á að borvélin væri í bakkgír!!
2. Þegar ég bað pabba að laga ljósið á ganginum sem var búið að vera bilað í mánuð og ég var farin að sætta mig við það bara, kveikja á kertum á ganginum og svona, mála mig í myrkri og telja skrefin frá svefnherbergi fram á klósett og hann skrúfaði peruna aðeins fastar og viti menn, það kom ljós. (þetta var í gær)
3. Pabbi kemur mikið við sögu í ljóskusögunum mínum og þarf iðulega að laga eitthvað þegar hann kemur í heimsókn. Einusinni þegar ég bjó í Eskihlíð kom hann til að "laga" ískápsskúffuna mína, ég hafði verið að þrífa hana og mér tókst ómögulega að koma henni aftur inn í ískápinn, og gafst upp. Pabbi tókst svo að smella henni inn á nótæm, þá náttúrulega hafði ég snúið henni öfugt. Hehemm.
4. Einusinni bauð ég Huldu og Helgu í kjúkling í Eskihlíð. Ég var nýbúin að þrífa eldavélina geðveikt vel, þá meina ég taka takkana af og vaska þá upp og skrúbba ótrúlega vel. Ég setti kjúklinginn í ofninn eins og alltaf, á blástur og 200 gráður en eftir klukkutíma var hann ennþá hrár. Eftir 1 og hálfan leist okkur ekki á blikuna og mig minnir að hann hafi verið orðinn ætur eftir 2 tíma. Gott ef það var ekki pabbi sem tók eftir því seinna að ég hafði sett takkana vitlaust á ofninn eftir að ég þreif þá þannig að í staðinn fyrir að hafa eldað kjúklinginn á 200 gráðum og blæstri var hann að malla á 30 gráðum og þegar ég hélt ég væri að hækka og lækka hitann var ég bara að skipta á milli grill/blástur/bla. Töff með eindæmum.
5. Helga kemur hér við sögu, en einhverntímann í Sviss var ég að reyna að rifja upp hvar Ísrael væri. Eva vinkona var þar og ég fekk skyndilega landfræðilegan áhuga á Ísrael. Ég dró upp Evrópukortið mitt og leitaði og leitaði en fann hvergi Ísrael. Ég var með Helgu á línunni og spurðu hvort hún hefði vitað að Ísrael væri ekki í Evrópu (kommon, eðlilegur ruglingur, Eurovision og það) og hún alveg: Nú hvar í fjandanum er það þá??! :)
Þetta er komið nóg í bili, læt afganginn bíða betri tíma.
Kv. Lísa sem datt 2svar af hestbaki í dag.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?