föstudagur, nóvember 30, 2007
Ferðasaga.
Á sunnudaginn var flaug ég með icelandexpress til London Stansted vegna þess að ég var á leiðinni til Bournemouth að taka bóklegu einkaflugmannsprófin. Ég var aðeins þreytt eftir laugardagsdjammið en svaf í flugvélinni svo ég var alveg sæmilega hress þegar við lentum klukkan 7. Planið var að hitta Hilmar á Stansted því hann var að fljúga til Íslands sama kvöld, fá BMWinn (því hann er með stýrið vinstra megin)og GPS tækið og keyra bara til Bournemouth, en tölvan mín reiknaði að það væru tæpir 3 tímar. Mér fannst nógu slæmt að þurfa að keyra ein í 3 tíma um kvöld dauðþreytt og í vinstriumferð, en þegar ég hitti Hilmar og co. þá kom í ljós að GPS tækið hafði gleymst í öllum látunum og í staðinn fyrir BMWinn beið mín avijet minivaninn sem er með stýrinu hægra megin!!! Svo þurftu allir að drífa sig í flug og ég stóð ein eftir, alveg bit, með öfugan minivan og kort af London. Þá var lítið annað að gera en að leggja í hann en þegar ég var búin að keyra í svona 20 mínútur fékk ég símtal um að taskan mín hefði orðið eftir í hinum bílnum þannig að ég þurfti að snúa við. Ég huggaði mig við að þetta gæti nú ekki orðið mikið verra, sótti töskuna og hélt af stað í annað sinn, klukkan orðin 10. Ég var hálfpartinn að spá í að stoppa bara í Woking og gista þar en svo var ég orðin svo flink að keyra að ég ákvað að fara bara alla leið. Klukkan hálf12 var ég komin, að ég hélt, til Bournemouth, hringdi í hótelið og bað gaurinn að vísa mér veginn. Hann alveg já ertu þarna hjá Tesco? Þá ertu bara rétt hjá það er bara eitt tesco hér ef það er á vinstri hönd. Ég alveg já svo er hérna Pizza hut og bílasala. Hann: Ertu viss um að þú sért í Bournemouth? Þá semsagt var ég í Cristchurch sem er kannski korter frá, svona kópavogur bara. Ég fór inn í bensínstöðina og ætlaði að spyrja til vegar. Þá kom í ljós að þetta var verndaður vinnustaður eða eitthvað, amma á kassanum og hálfviti að raða í hillurnar og enga hjálp frá þeim að fá. Fékk loksins 2 kúnna til að teikna kort fyrir mig og ætlaði að halda áfram, klukkan orðin miðnætti, en. Bíllinn fór ekki í gang. Enginn vissi hvað startkaplar voru og ég var orðin veeel pirruð. Hringdi í vin minn á hótelinu og lét hann senda leigubíl til mín því bensínstöðvaidjótarnir kunnu ekki taxanúmer. Leigubíllinn var ekki með startkapla og keyrði mig bara á hótelið og þá fannst mér þetta orðið bara svoldið fyndið. Sérstaklega að hitta næturvörðinn á hótelinu sem ég var búin að tala við svo lengi, og var búin að ímynda mér að væri svaka hot. Neinei, hann var við dvergamörk, með einn eyrnalokk og sköllóttur. Hótelið var svona ekta brekst með illa lyktandi teppum, eina ástæðan fyrir að ég valdi það var verðið og ókeypis internet. Svo kom í ljós daginn eftir að þetta var ekki hótel heldur elliheimili. Morgunmaturinn var hafragrautur og pulsur og kaffi sem bragðaðist eins og skolpvatn.
Allavega, fór svo á námskeiðið daginn eftir, einn maðurinn sem var með mér skutlaði mér í bílinn, hann fór í gang og ég fékk líka hæstu einkunnina á öllum prófunum. Hefði ekki vilja breyta neinu. Nema kannski útlitinu á næturverðinum og hótellherberginu.
Á sunnudaginn var flaug ég með icelandexpress til London Stansted vegna þess að ég var á leiðinni til Bournemouth að taka bóklegu einkaflugmannsprófin. Ég var aðeins þreytt eftir laugardagsdjammið en svaf í flugvélinni svo ég var alveg sæmilega hress þegar við lentum klukkan 7. Planið var að hitta Hilmar á Stansted því hann var að fljúga til Íslands sama kvöld, fá BMWinn (því hann er með stýrið vinstra megin)og GPS tækið og keyra bara til Bournemouth, en tölvan mín reiknaði að það væru tæpir 3 tímar. Mér fannst nógu slæmt að þurfa að keyra ein í 3 tíma um kvöld dauðþreytt og í vinstriumferð, en þegar ég hitti Hilmar og co. þá kom í ljós að GPS tækið hafði gleymst í öllum látunum og í staðinn fyrir BMWinn beið mín avijet minivaninn sem er með stýrinu hægra megin!!! Svo þurftu allir að drífa sig í flug og ég stóð ein eftir, alveg bit, með öfugan minivan og kort af London. Þá var lítið annað að gera en að leggja í hann en þegar ég var búin að keyra í svona 20 mínútur fékk ég símtal um að taskan mín hefði orðið eftir í hinum bílnum þannig að ég þurfti að snúa við. Ég huggaði mig við að þetta gæti nú ekki orðið mikið verra, sótti töskuna og hélt af stað í annað sinn, klukkan orðin 10. Ég var hálfpartinn að spá í að stoppa bara í Woking og gista þar en svo var ég orðin svo flink að keyra að ég ákvað að fara bara alla leið. Klukkan hálf12 var ég komin, að ég hélt, til Bournemouth, hringdi í hótelið og bað gaurinn að vísa mér veginn. Hann alveg já ertu þarna hjá Tesco? Þá ertu bara rétt hjá það er bara eitt tesco hér ef það er á vinstri hönd. Ég alveg já svo er hérna Pizza hut og bílasala. Hann: Ertu viss um að þú sért í Bournemouth? Þá semsagt var ég í Cristchurch sem er kannski korter frá, svona kópavogur bara. Ég fór inn í bensínstöðina og ætlaði að spyrja til vegar. Þá kom í ljós að þetta var verndaður vinnustaður eða eitthvað, amma á kassanum og hálfviti að raða í hillurnar og enga hjálp frá þeim að fá. Fékk loksins 2 kúnna til að teikna kort fyrir mig og ætlaði að halda áfram, klukkan orðin miðnætti, en. Bíllinn fór ekki í gang. Enginn vissi hvað startkaplar voru og ég var orðin veeel pirruð. Hringdi í vin minn á hótelinu og lét hann senda leigubíl til mín því bensínstöðvaidjótarnir kunnu ekki taxanúmer. Leigubíllinn var ekki með startkapla og keyrði mig bara á hótelið og þá fannst mér þetta orðið bara svoldið fyndið. Sérstaklega að hitta næturvörðinn á hótelinu sem ég var búin að tala við svo lengi, og var búin að ímynda mér að væri svaka hot. Neinei, hann var við dvergamörk, með einn eyrnalokk og sköllóttur. Hótelið var svona ekta brekst með illa lyktandi teppum, eina ástæðan fyrir að ég valdi það var verðið og ókeypis internet. Svo kom í ljós daginn eftir að þetta var ekki hótel heldur elliheimili. Morgunmaturinn var hafragrautur og pulsur og kaffi sem bragðaðist eins og skolpvatn.
Allavega, fór svo á námskeiðið daginn eftir, einn maðurinn sem var með mér skutlaði mér í bílinn, hann fór í gang og ég fékk líka hæstu einkunnina á öllum prófunum. Hefði ekki vilja breyta neinu. Nema kannski útlitinu á næturverðinum og hótellherberginu.
miðvikudagur, nóvember 14, 2007
Ég held að það sé fluttur flóðhestur á hæðina fyrir ofan mig og hann hefur étið alla sem bjuggu þar. Ástæðan er að núna 2 nætur í röð er ég búin að vakna um miðja nótt við hrotur, og þvílíkar hrotur að húsið nötrar allt. Og það eru ekki mínar eigin hrotur og ég var alein í rúminu. Ég bara trúi ekki að a) svona háar hrotur geti komið úr manneskju og b) hvernig það getur búið lifandi fólk í sömu íbúð og látið þetta viðgangast. Pottþétt mannætuflóðhestur. Við erum að tala um sko að það var enginn staður í íbúðinni minni sem ekki heyrðust hrotur.
Ég er að hugsa upp plan skyldi þetta gerast aftur.
1. Hringja *31*númerhjánágranna og skella svo á, flóðhesturinn vaknar og hættir að hrjóta og ég sofna vonandi áður en hann byrjar aftur.
2. Taka svefnlyf.
3. Selja íbúðina, var alvarlega að íhuga það í nótt.
Öll ráð vel þegin.
Ég er að hugsa upp plan skyldi þetta gerast aftur.
1. Hringja *31*númerhjánágranna og skella svo á, flóðhesturinn vaknar og hættir að hrjóta og ég sofna vonandi áður en hann byrjar aftur.
2. Taka svefnlyf.
3. Selja íbúðina, var alvarlega að íhuga það í nótt.
Öll ráð vel þegin.