miðvikudagur, nóvember 14, 2007
Ég held að það sé fluttur flóðhestur á hæðina fyrir ofan mig og hann hefur étið alla sem bjuggu þar. Ástæðan er að núna 2 nætur í röð er ég búin að vakna um miðja nótt við hrotur, og þvílíkar hrotur að húsið nötrar allt. Og það eru ekki mínar eigin hrotur og ég var alein í rúminu. Ég bara trúi ekki að a) svona háar hrotur geti komið úr manneskju og b) hvernig það getur búið lifandi fólk í sömu íbúð og látið þetta viðgangast. Pottþétt mannætuflóðhestur. Við erum að tala um sko að það var enginn staður í íbúðinni minni sem ekki heyrðust hrotur.
Ég er að hugsa upp plan skyldi þetta gerast aftur.
1. Hringja *31*númerhjánágranna og skella svo á, flóðhesturinn vaknar og hættir að hrjóta og ég sofna vonandi áður en hann byrjar aftur.
2. Taka svefnlyf.
3. Selja íbúðina, var alvarlega að íhuga það í nótt.
Öll ráð vel þegin.
Ég er að hugsa upp plan skyldi þetta gerast aftur.
1. Hringja *31*númerhjánágranna og skella svo á, flóðhesturinn vaknar og hættir að hrjóta og ég sofna vonandi áður en hann byrjar aftur.
2. Taka svefnlyf.
3. Selja íbúðina, var alvarlega að íhuga það í nótt.
Öll ráð vel þegin.