mánudagur, desember 31, 2007
Jólin.
Ákváðum að breyta til á árlegu jólatrésmyndunum.Það er ekki svo langt síðan að ég var hæst af okkur systkinunum, nú er ég eins og dvergur.
Þarna var ég nýbúin að segja ótrúlega fyndinn og óviðeigandi brandara.
Talandi um brandara þá er ég búin að vera að pissa í mig úr hlátri yfir Hugleik öll jólin, set hérna þann saklausasta sem ég fann.
föstudagur, desember 21, 2007
Já og í tilefni jólafrísins í gær fór ég í bæinn með Dæju og þegar búðirnar lokuðu settumst við aðeins inn á oliver í bjór/kaffi. Við vissum reyndar ekki að það væri jólapoppquiz í gangi með Páli Óskari og Bigga Maus en tókum þátt, svona í gríni og viti menn, við erum svo ótrúlega miklir snillingar að við lentum í 2. sæti. Fengum meiraðsegja verðlaun, gjafabréf á Oliver. Við hefðum að sjálfsögðu unnið ef við hefðum tekið þetta meira alvarlega, sko fólk var að koma þarna sérstaklega fyrir poppquizið, læra heima og svona. Svo treysti Dæja mér ekki til að geyma gjafabréfið þannig að hún tók það...hnuss.
Annars er ég búin að vera að gera tilraunir með jólamatinn og það gengur bara svona ljómandi vel.
Annars er ég búin að vera að gera tilraunir með jólamatinn og það gengur bara svona ljómandi vel.
fimmtudagur, desember 20, 2007
Jólafrí jólafrííí ég er komin í jólafrí!!
Ég sendi engin jólakort frekar en fyrri jól, en kærar þakkir og jólakveðjur til allra sem eru búnir að senda mér. (...já ég opna þau alltaf strax) Ég er ekki ennþá búin að fá jólakort frá forsetahjónunum en ég er alveg viss um að þau eru á leiðinni. Í fyrra fékk ég tvö og í hittífyrra eitt. Þannig að samkvæmt öllu ætti ég að fá þrjú núna, það eru ennþá nokkrir dagar til jóla, ég er alveg róleg.
Ef ég byrja einhverntímann að senda jólakort þá verða þau í þessum stíl:
Ég sendi engin jólakort frekar en fyrri jól, en kærar þakkir og jólakveðjur til allra sem eru búnir að senda mér. (...já ég opna þau alltaf strax) Ég er ekki ennþá búin að fá jólakort frá forsetahjónunum en ég er alveg viss um að þau eru á leiðinni. Í fyrra fékk ég tvö og í hittífyrra eitt. Þannig að samkvæmt öllu ætti ég að fá þrjú núna, það eru ennþá nokkrir dagar til jóla, ég er alveg róleg.
Ef ég byrja einhverntímann að senda jólakort þá verða þau í þessum stíl:
Úff, ég bara get ekki ákveðið mig.
Af Kisumín er það að frétta að hún kom inn með 2 orma í nótt, í desember, þúveist, eiga ormar ekki að vera frosnir í desember??
miðvikudagur, desember 05, 2007
Hérna er rewievið mitt á hótelinu sem ég var á í Bournemoth ojj hvað ég er leiðinleg, gef hótelinu bara 4. Þeir áttu það nú eiginlega skilið samt, rúmfötin voru þannig að það var lak neðst, síðan svona prjónateppi, og efst var ábreiða sem mig langaði helst ekki að vita hver var með síðast og það var hvítur blettur í henni. Örugglega tannkrem eða eitthvað... Svo var mygla í sturtunni og fjarstýringin, ég fór sko í hanska áður en ég snerti hana. Pælið í því næst þegar þið eruð á hóteli, nú eða bara í heimsókn hjá vini ykkar, og haldið á fjarstýringunni, að hún hefur mjöög líklega aldrei verið þrifin. Namminamm.