föstudagur, desember 21, 2007
Já og í tilefni jólafrísins í gær fór ég í bæinn með Dæju og þegar búðirnar lokuðu settumst við aðeins inn á oliver í bjór/kaffi. Við vissum reyndar ekki að það væri jólapoppquiz í gangi með Páli Óskari og Bigga Maus en tókum þátt, svona í gríni og viti menn, við erum svo ótrúlega miklir snillingar að við lentum í 2. sæti. Fengum meiraðsegja verðlaun, gjafabréf á Oliver. Við hefðum að sjálfsögðu unnið ef við hefðum tekið þetta meira alvarlega, sko fólk var að koma þarna sérstaklega fyrir poppquizið, læra heima og svona. Svo treysti Dæja mér ekki til að geyma gjafabréfið þannig að hún tók það...hnuss.
Annars er ég búin að vera að gera tilraunir með jólamatinn og það gengur bara svona ljómandi vel.
Annars er ég búin að vera að gera tilraunir með jólamatinn og það gengur bara svona ljómandi vel.