<$BlogRSDURL$>

föstudagur, maí 09, 2008

Úff ég er svo ótrúlega mikið að deyja úr leiðindum við að klára (og í leiðinni reyna að byrja á) síðasta verkefnið í Listaháskólanum að ég held það sé kominn tími á að uppfæra aplapnisressuna.

Það er ýmislegt búið að gerast í heiminum síðan síðast, þó hefur flest farið framhjá mér. Ég tók í próflestrinum um daginn hávísindalegt próf á internetinu sem greindi mig með ADHD. Greininguna nota ég óspart sem afökun þessa dagana, treð mér fram fyrir í röðum og æpi: "farið frá farið frá, ég er með athyglisbrest" svo legg ég í stæði fyrir fatlaða líka.

Stiklað á stóru yfir helstu atburði vorsins: Kisa kom inn með mús um daginn sem dó undir sófa hjá mér, Eva og Mikki eignuðust strák í morgun, til hamingju, ég útskrifast 31. maí úr LHÍ, ég tók sóló-flugprófið um daginn, www.kimihotel.com er komið í gagnið, heimasíðan þarfnast enn smá lagfæringa.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?