<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, maí 28, 2008

Ég gruna pabba um að hafa póstað þessari vísu í kommentakerfið hér að neðan eftir flugferð sem ég bauð honum í um daginn. Landakortið gleymdist heima og honum fannst landafræðikunnáttu minni eitthvað ábótavant þegar ég var búin að finna 4 Apavötn.

Rauða takkann inn og ÚPS
ekki reyndist hann sá rétti.
Toga í stýrið, tek smá loops
treysti á það að enginn frétti.

Kortið gleymdist, hvar er ég?
Er Keilir ekki í Borgarfirði?
Voða get ég verið treg,
var það furða þótt ég spyrði.

Þetta er Esjan, eða hvað?
Ármannsfell? Nei, það er della,
ég veit að þetta er ekki það
því þarna er Borgarnes . . . og Hella

This page is powered by Blogger. Isn't yours?