<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, september 04, 2008

Ég átti afmæli í gær. Ég er orðin 29. Tuttuguogníu! TUTTUGUOGNÍU. Hvað gerðist eiginlega? Ég var 25, svo alltíeinu er ég 29. Næst verð ég 30 og ég er ekkert tilbúin, vill einhver kenna mér á bremsuna takk. Ég var samt spurð um skilríki á Hressó í gær og hresstist aðeins við það.

Við Dæja héldum sameiginlega sushi afmælisveislu á laugardaginn var (afsakið ef ég gleymdi að bjóða einhverjum, pottþétt aldurinn sko, og athyglisbresturinn). Hér er mynd af okkur með grímurnar frá Árnýju, single & sexy. Stuttu seinna var ég svo komin með báðar grímurnar, svona eins og segir í orðatiltækinu: það runnu á mig 2 grímur en svo þegar rann af mér fann ég hvoruga. Dæja eru þær hjá þér?


Ég slasaði mig um daginn, sneri á mér ökklann og get varla gengið. Viðbrögð fólks finnast mér mjög athyglisverð. Flestir spurja: jæja vinan, varst þú kannski að skemmta þér um helgina? Afhverju spyr mig enginn hvort þetta séu íþróttameiðsl, meina, ég er nú einusinni leikfimikennari!
To do á þessu aldursári:

Svo gerði Maja afmælisblogg um mig, tékkit.


miðvikudagur, júlí 30, 2008


Búin að vera að skoða gamlar myndir, einusinni var Kisamín svona:


mesta krútt í heiminum! Hún var bara 300 grömm og passaði í lófann á mér.
2005

Hér er svo nýleg mynd af okkur Kisumín, N.B. hún breytti um lit fyrir mig til að vera meira í stíl.
2008


Ég kem svo heim eftir viku veiveivei , hér eru myndir af okkur systkinum teknar í dinner áðan á ströndinni í Juan les Pins:þriðjudagur, júlí 22, 2008

Útbjó í gær þetta gordjös morgunverðaherbergi: Ég vildi að ég hefði tekið mynd af því eins og það var áður þannig að sæist betur hverslags afrek þetta er. Herbergið var ruslahaugur og er núna svona:
Mun líklega kaupa svo minni borð til að geta komið fleirum fyrir. Svo er hér ein mynd af Kára frá í gær, ég sendi hann út að ryksuga bílinn. Honum finnst betra að vera á nærbuxunum...alltaf.
miðvikudagur, júlí 16, 2008

OK smá myndalengja hér, segið mér svo hverjar ykkur líst best á! Fyrir heimasíðuna sko, http://www.kimihotel.com/


Var svo heppin að fá Barbí og Ken sem módel og þau stóðu sig með prýði


N.B Kári að sulla


mánudagur, júlí 14, 2008

Nokkrar fleiri random myndir frá Kimi, S'il vous plaitKastalinn minn

Fór með krakkana mína.. (kára og frú) í rennibrautagarð í dag og sýndi þeim svo Cap d'Antibes, aðsetur Abramovtich ofl. Stálumst í sund og drukkum svo nokkra kokkteila á ströndinni. Fórum síðan í bæinn (Cannes) og horfðum á flugelda í tilefni Bastilludagsins.

Nú eru 2 vikur síðan ég fór frá Íslandi og ég sem pakkaði bara fyrir nokkra daga, veeerð að fara að versla áður en ég gubba á þessa 2 kjóla og eina pils sem ég er í til skiptis utan yfir bikiní. Franskan er farin að meika smá sens núna, skil orð og orð allavega sem er meira en þetta ekkert sem ég kunni fyrir. Hey og við Kári ætlum að taka bátapróf í næstu viku! Ekki á sama tíma samt, einhver þarf að vera hér og vinna að sjálfsögðu. Muna svo, www.kimihotel.com, koma bráðum nýjar myndir.


sunnudagur, júlí 13, 2008

Nú er ég loksis búin að merkja hótelið!Bjútífúl? 7 Allée de la ForêtKári og Helga komu með skiltin frá Íslandi í fyrradag, var smá ves með stærra skiltið því festingarnar pössuðu ekki á hliðið, en Smiðsdóttir fann bara sög og massaði þetta. Kári hjálpaði aðeins til.

Hummmh


Final touchiðVoilá

Karlmenn hvað
Kári hélt á blýantinum

Svo er þjóðhátíðadagur frakka í dag, erum að spá í að halda upp á hann í Aquasplash.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?