<$BlogRSDURL$>

föstudagur, ágúst 25, 2006

Ég henti lirfunum, það var nákvæmlega ekkert gaman að þeim og ég er viss um að þeim líður miklu betur í ruslatunnunni og munu breytast í falleg fiðrildi innan skamms. (eða maðkflugur) Ekki einhver vitleysingur alltaf að hrista þær í krukkunni til að sjá hvort þær séu lífs eða liðnar. Ég henti krukkunni líka að sjálfsögðu.

Skólinn er að koma skemmtilega á óvart. Það fékk bara einn nemandi hláturskast í raddþjálfunartíma í dag þegar við áttum að horfast í augu, faðma og nudda hvort annað og setja hendur á brjóstin á hinum osfrv. og ég sver að ég þekki þá manneskju ekki neitt.

Svo er ég ekki búin að fá fréttablaðið í marga daga, þú sem berð út í norðurmýrinni svei þér letihaugur!

mánudagur, ágúst 21, 2006

Lirfurnar mínar lifa ennþá í krukkunni og ég var farin að vorkenna greyjunum svoldið svo ég setti laufblöð og strá ofaní til þeirra. Það kom samt ekki góð lykt úr krukkunni, eiginlega svona lykt einsog maður myndi búast við að komi af því sem bjó í dauðum fugli í viku. Mér er samt farið að þykja svolítið vænt um þær svo ég ákvað að gefa þeim nöfn. Helga og Hulda. Helga er aðeins ljósari á hörund en Hulda. Hulda er meira bráðþroska, það eru strax farnir að gægjast fálmar út úr afturendanum. Eða lappir, er ekki viss. Ég ætla að reyna að taka mynd af þeim bráðum. Vitið þið hvort lirfur þurfi að borða eitthvað?

Ég keypti 2 aukabjöllur á Kisumín áðan, hún er ekki sátt. Hún hleypur nú um eins og hávært jólatré með 3 dinglandi marglitar kúlur um hálsinn.

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Varúð ekki fyrir viðkvæma:

Kisamín færði mér gjöf um daginn, mig grunar að það hafi verið á sunnudaginn síðasta en ég fór til London á mánudaginn og kom heim í gær. Í morgun sá ég að svefnherbergisgólfið og gangurinn var allt þakið lirfum. Risavöxnum slímugum viðbjóslegum ormasniglalirfum. Ég hringdi hálfgrenjandi í Jennýju frænku því hún á kött sem ælir ormum og hún býr rétt hjá, hélt kannski að kisa hefði bara ælt þessu, en Jenný sagði mér að þá væru þeir meira eins og spagettí. Mmmm. Hún bauðst til að koma og kíkja á þetta, kom svo í ljós að henni fannst þetta alveg jafn skelfilegt og mér ef ekki verra bara. Hún hringdi samt og spjallaði við nokkra meindýraeyðara og reyndi að lýsa kvikindunum, og þeir sögðu að þetta gæti verið hvað sem er en væru líklegast skordýralirfur, kannski margfætlulirfur og að ótrúlulegustu hlutir gætu farið að maðka. Ég sá fyrir mér gamlan sokk undir rúmi sem hefði farið að maðka meðan ég var í burtu og við söfnuðum kjarki til að kíkja undir rúm. Veit, rúmið sem ég svaf í í nótt. Þar var enginn sokkur, bara slatti af ryki og DAUÐUR FUGL! Hlaut koma að því. Við hringdum út um allt og enginn vildi hjálpa okkur að taka fuglinn fyrr en mamma Jennýjar og maðurinn hennar sáu aumur á okkur og fjarlægðu fuglinn með aðdáunarverðum hetjuskap. Get ekki sagt að ég hafi sýnt mínar hetjulegustu hliðar í dag, held ég þurfi áfallahjálp. Við gúggluðum auðvitað fyrirbærið. Hér getið þið lesið allt um líkorma, vona að þið hafið gaman af. Það er meiraðsegja mynd. Ég geymdi 2 í krukku sem sönnunargagn en þeir eru dauðir. Bömmer. Ætlaði að sjá hvort þeir myndi breytast í flugur. Ég er að sjálfsögðu búin að sótthreinsa íbúðina, skúra og skrúbba, það var heldur betur kominn tími til. Ég ætla að kaupa kúabjöllu og setja á kisu núna. Hún sýnir engin merki iðrunar, liggur bara alsæl á sófanum og malar núna.

Ég keyrði bíl í London í fyrsta sinn í vikunni og er orðin frekar fær í að keyra vinstra megin svo lengi sem stýrið sé vinstra megin líka. Prufaði hinsegin bíl með stýrinu hægra megin en endaði alltaf hálf uppi á gangstétt eða inni í runnum. Svo kenndi ég pallatíma í Basingstoke í Fitness first þar sem Katerina kennir tæbó, það vantaði kennara á síðustu stundu og Katerina hefur aldrei kennt palla og bað mig um að gera það. Það gekk vel en þetta var pínu eins og í martröð þar sem maður þarf að gera eitthvað algjörlega óundirbúinn. Ég var ekki með neina tónlist, fékk lánaðan einn disk sem var allt of hægur, vissi ekki hvað sporin heita á ensku og kunni ekkert á mækinn. Samt reddaðist það eins og allt annað og úr varð bara fínasti tími.

Verð svo að segja frá stráknum sem sat við hliðina á mér í flugvélinni á leiðinni út. Hann var ekki sætur svo ég nennti ekki að tala við hann. Las í staðinn bókina mína og reyndi að virðast mjög niðursokkin. Hann var líka með 2 bækur og laptop. Önnur bókin var um stríðsheimspeki, hin hét "the ultimate backgammon strategy" eða eitthvað þannig, svo blaðaði hann í henni á milli þess sem hann spilaði backgammon í tölvunni með tilheyrandi fagnaðarlátum þegar hann vann. Mér fannst þetta meira en lítið skrýtið en hélt bara áfram að lesa. Svo fór hann að tala við mig, opnunarlínan var: Langar þig að sjá vídjó af hákarli éta sel. Svo sýndi hann mér að virtist endalaust vídjó af hákarli elta og éta sel, grey selurinn. Ég hélt áfram að lesa eftir smá kurteisisspjall um hvali. Þá stóð strákurinn upp og byrjaði að gera leikfimiæfingar á gólfinu. Akkúrat þá var ég á ógeðslega fyndnum stað í bókinni og fékk hláturskast, greyið hélt örugglega að ég væri að hlægja að sér og talaði ekkert meira við mig það sem eftir var af ferðinni.

Ég er svo að byrja í skóla á morgun, skráði mig í kennaranám í listaháskólanum, haldiði ekki að það sé sniðugt? Með vinnu að sjálfsögðu, bara hálft nám. Held þetta sé orðin lengsta færsla sem ég hef skrifað. Endir.

sunnudagur, ágúst 06, 2006



Aðeins að ýta Bjössa bangsa neðar með mynd af okkur Maju og beljunni góðu, tekin í gær á Eskifirði á leiðinni á ball á Neskaupstað.

laugardagur, ágúst 05, 2006


Bjössi brundbangsi, keyptur í Shell á Eskifirði. Blessuð sé minning hans, hann smakkaðist vel.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Hlutir til að gera áður en ég verð 27:

Læra að ganga á höndum eða allavega geta staðið á þeim ein og óstudd
Ganga á Keili
Langar að segja lakka hurðir og karma heima og skipta um hurðarhúna en veit að ég mun ekki gera það.

Hér kemur svo óskalistinn:

-Uppþvottavél
-Iðnaðarmaður til að lakka hurðar og karma
-Gjafakort á alla helstu veitingastaði, snyrtistofur og íþrótta- og fatabúðir bæjarins

hugsa að ég hætti hér. Sko, bara 3 hlutir:)Muniði svo fólk, það er 3. september. 3. SEPTEMBER ok?

Annars eru Chippendales á Broadway 18. ágúst, ætlum við nokkuð að missa af því?


This page is powered by Blogger. Isn't yours?