fimmtudagur, febrúar 28, 2008
Highlights 2008:
- Snjóbrettaferð í Davos í janúar, meðal ferðafélaga voru Dæja, Hulda og Huldi, Hilmar og Finna og fleira gott fólk. Ég gæti skrifað langa færslu um ferðina en ég nenni því ekki. Við Dæja héldum uppi aðalstuðinu, hinum pörunum til mikillar ánægju. Dæja, ég skora á þig til að skrifa eitthvað, annaðhvort í kommentakerfið eða senda mér og ég birti það hér. Ok?
- Klovn í heimsókn. (Þeir sem horfa ekki á Klovn mega hætta að lesa núna og fara beinustu leið í skammarkrókinn.) Frank og Casper, fyndnustu menn í heimi voru á Íslandi í síðustu viku. Þeir komu heim til Maju síðasta fimmtudag og horfðu á þáttinn með okkur, með skemmtilegri kvöldum ársins og bara aldarinnar örugglega.
- Hótelkaup BirkInvest í Cannes. Hér er Villa Lisa (Kimi Hotel) í allri sinni dýrð:
- Þursaflokkurinn. Fór líka að sjá og heyra pabba rokkstjörnu og Þursaflokkinn á laugardaginn var, mjögmjög skemmtilegt og fær að vera hér með í highlights.
fimmtudagur, febrúar 07, 2008
Topp 10 Ljóskumóment Lísu no. 9
Jájá, þetta á tvímælalaust heima hér. Dagurinn í dag byrjaði á að ég ætlaði að fá mér kaffi en það var ekki til mjólk. Ég fór í úlpu yfir náttfötin og út í bíl nema ég sá ekki bílinn fyrir snjó þannig að ég byrjaði að grafa og skafa og var alveg komin með snjó uppfyrir haus. EN þá kom í ljós að þetta VAR EKKI BÍLLINN MINN!! Mér var skapi næst að moka aftur yfir hann en ég nennti því ekki og fann heldur enga skóflu þannig að ég skóf minn bíl og keyrði af stað en komst bara svona hálfan metra og festist. Ekki í besta skapinu og ekki búin að fá neitt kaffi ákvað ég að vaða snjóinn út í búð. Svo núna áðan kom pabbi til að hjálpa mér að losa bílinn sem er búinn að vera hálfur úti á götu í allan morgunn, setti hann í gang og keyrði út úr stæðinu. Þá var hann ekkert fastur lengur, stórundarlegt. En þegar pabbi var farinn lagði ég aftur í sama stæðið og nú á eftir að koma í ljós hvort ég komist út upp á eigin spýtur.
Jájá, þetta á tvímælalaust heima hér. Dagurinn í dag byrjaði á að ég ætlaði að fá mér kaffi en það var ekki til mjólk. Ég fór í úlpu yfir náttfötin og út í bíl nema ég sá ekki bílinn fyrir snjó þannig að ég byrjaði að grafa og skafa og var alveg komin með snjó uppfyrir haus. EN þá kom í ljós að þetta VAR EKKI BÍLLINN MINN!! Mér var skapi næst að moka aftur yfir hann en ég nennti því ekki og fann heldur enga skóflu þannig að ég skóf minn bíl og keyrði af stað en komst bara svona hálfan metra og festist. Ekki í besta skapinu og ekki búin að fá neitt kaffi ákvað ég að vaða snjóinn út í búð. Svo núna áðan kom pabbi til að hjálpa mér að losa bílinn sem er búinn að vera hálfur úti á götu í allan morgunn, setti hann í gang og keyrði út úr stæðinu. Þá var hann ekkert fastur lengur, stórundarlegt. En þegar pabbi var farinn lagði ég aftur í sama stæðið og nú á eftir að koma í ljós hvort ég komist út upp á eigin spýtur.