<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, maí 24, 2007


Hún Unnur var gæsuð um daginn og við byrjuðum á að fara á fjórhjól. Hér er mynd af því, á myndina vantar Huldu guide. Svo var Unnsa klædd í nornabúning og bauð gangandi vegfarendum í bænum far á glitrandi nornakústinum sínum. Einn afþakkaði því hún var að drekka, eh það er bannað að drekka og keyra kúst. Þetta var ferlega gaman og ég er að bíða eftir að fá fleiri myndir frá þeim sem tóku myndir. Ég tók engar því ég á ekki myndavél.

miðvikudagur, maí 23, 2007

ÉG hef tekið eftir að allar færslurnar mínar byrja á ég. Enda er ég mjög sjálfmiðuð. Hafið þið ekki tekið eftir svona skrifkækjum, þegar maður tekur eftir þeim eru þeir það eina sem maður (ég) sér. Annars er ég eiginlega komin í sumarfrí bara, allavega í flestum vinnunum.

Svo langar mig svo í myndavél, ég hef ekki átt þannig síðan bara Finnur gaf mér Olympus svona filmumyndavél í afmælisgjöf fyrir hundrað árum og hún endaði samanplástruð og full af sandi. Þannig að ég á afmæli 3. sept en er að hugsa um að halda uppá það um helgina.

Annars fékk ég brennisteinssýru á puttann áðan, var að losa stíflu í baðinu mínu, með hanska og trekkt og allar græjur. Og brennisteinssýran sem snerti ekki einusinni puttann heldur fór gufan af henni á hanskann sem varð gulur og puttinn undir soðnaði og er núna stærri en hinn og bragðast skringilega. (soldið súr) Hefur einhver lent í því?

Nú er ég farin út að berjast áfram við rauðmaurana. Keypti allt eitrið sem var til í blómaval, ef það virkar ekki þá á ég annann brúsa af brennisteinssýru. Það ætti að drepa þessi ógeð, í alvöru, ég er búin að prufa að maka bensíni í gluggana, spreyja eitri, hella steinolíu og matarsóda meðfram húsinu (held að nágrönnunum hafi ekki orðið um sel) og þessar pöddur bara vilja ekki útrýmast. Ef eitrið virkar ekki þá ætla ég að sjóða þá, setja salt og ef allt bregst, þá er íbúð til sölu.

föstudagur, maí 18, 2007

Ég fann nýja uppáhaldsbrandarann minn í séð og heyrt. Ég man hann kannski ekki nákvæmlega en hann er umþaðbil svona:

Allir starfsmenn hjá einhverjum stað fengu úthlutuð ný netföng. Þau voru 9 bókstafir svo @eitthvað.is. Bókstafirnir voru fyrstu 3 í fornafni, fyrstu 3 í eftirnafni og fystu 3 í starfsheiti. Rúnar Karlsson sérfræðingur var fljótur að segja upp.

Ok, leiðrétti hann þegar ég finn séð og heyrt aftur en u get the point.

miðvikudagur, maí 16, 2007

Ég var að koma af útskriftartónleikum í Salnum og komst að því enn aftur að það eru allt of margir sem bara kunna sig ekki á tónleikum. Þessir fáu sem mættu voru að klappa á vitlausum stöðum, milli þátta og svona og æða inn þegar tónleikarnir voru löngu byrjaðir. Það er kannski skiljanlegt hjá fólki fer aldrei á tónleika og þekkir ekki verkin sem er verið að spila. Þessvegna, mín kæru, eru hér leiðbeiningar, ef þið neyðist einhverntímann til að fara á tónleika (til dæmis hjá mér).

  1. Mætið tímanlega, það er glatað að koma of seint.
  2. Ef þið komið óvart of seint, bíðið með að opna dyrnar þangað til að þið heyrið klapp og læðist þá inn og setjist í fyrsta sætið sem þið sjáið, getið svo fært ykkur í hléinu.
  3. Ef þið eruð ekki viss hvenær á að klappa, horfið á einhvern sem virðist vanur og klappið þegar hann klappar.
  4. Takið með myntur eða eitthvað ef þið eruð með hósta og reynið að sitja við ganginn ef þið gætuð þurft að rjúka út.
  5. EKKI TAKA MEÐ ÓÞEKK BÖRN Á TÓNLEIKA eða smábörn sem fara að grenja eða hafa hátt. Þó ykkur finnist það voða krúttlegt þá er það ekki við hæfi.
  6. Reynið að forðast að vera með hárgreiðslu sem nær alveg upp í ljósakrónu og ef þið eruð risar, þá er voða kurteist að hlamma sér ekki beint fyrir framan dverg. (þetta gildir við fleiri tilefni, td. í kvikmynda- og leikhúsum)
  7. Ekki prumpa.

Góða skemmtun


fimmtudagur, maí 10, 2007

Ég mætti óvart klukkutíma of snemma í skólann. Þetta er búið að stytta mér stundir. Kisur eru svo fyndnar:)

Ég var næstum búin að gleyma þessu alveg óborganlegt:) Rakst á þetta hjá Jennýju, bjargaði deginum. Ekki að hann hafi verið slæmur. (Hulda þú átt að klikka á undirstrikaða orðið, þá sérðu vídjóið)

Íbúðin mín verður tekin í gegn í sumar, ég skal klára þar sem frá var horfið í hittífyrra, mögulega setja listana og klára að spasla og svona. Mig er búið að langa svo að flytja, helst á hæð þar sem ég get haft dregið frá án þess að allir sjái inn og það sé ekki hundar að kúka alltaf í beinni sjónlínu þegar ég sit og drekk morgunkaffið. En, prufa fyrst að gera fínt hér, eitra fyrir rauðmaurunum með bensíni (vona að það skaði ekki kisu) setja kattalúgu á útidyrnar og kisa getur bara búið í forstofunni á nóttunni og dreift ormum þar í staðinn. Fá mér gervihnött og plasma og uppþvottavél og steinway flygil... eða bara sófaborð.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?