<$BlogRSDURL$>

föstudagur, febrúar 18, 2005

Undarlegir hlutir að gerast! Held það sé sólskinið, er ekki viss. Nú eða það að síðustu 3 ár hef ég verið á þessum árstíma í Sviss, (hah rímar) og ég sakna alltíeinu Sviss alveg svakalega. Sakna gömlu risastóru íbúðarinnar minnar, meira að segja lyktarinnar í henni, svona lykt af rökum við, svolítið eins og í sumarbústað. Sakna þess að sitja á svölunum í sólbaði með bók og kaffibolla, held kannski ég sé að fegra þetta aðeins í minningunni því svalirnar voru nánast ofan á lestarteinum og það er allt morandi í geitungum þarna. Sakna þess að búa í sólarlandi og getað labbað í sund á stuttum kjól og sandölum, heilsað upp á geiturnar og hin dýrin á leiðinni. Sakna skólans pínu líka, sérstaklega píanóhóptímanna og kammermúsikæfinganna. Sakna örfárra manneskja, líkamsræktarstöðarinnar sem það tók mig bara 2 mínútur að labba í, súpermarkaðsins míns... jesús Lísa, get a grip. Ok, sakna ekki: mauranna, ritgerðanna, bófanna í hverfinu, geitunganna, leiðinlega fólksins og vesensins sem öllu fylgir. Ætla samt að fara þangað bráðlega í heimsókn. Svo stendur til að finna eitthvað sniðugt masterklass úti í heimi á næstunni og hitta Evu-Mariu þar, líst ljómandi vel á það plan.

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Vantar gistingu í London 24. til 27. mars. Þekkir einhver einhhvern sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern sem vill hýsa okkur Helgu? Ef svo, þá endilega látið mig vita.

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Hvað haldiði að við Helga höfum gert núna rétt áðan. Við erum náttúrulega snillingar í að mana hvor aðra upp í allskonar vitleysu og við erum líka hálf lasnar í dag og vantaði eitthvað til að hlakka til. Allavegana, þá erum við að fara að horfa á Stuðmenn spila í Royal Albert Hall á skírdag. Bilaðar? Kannski, en vitur kona minnti mig á í dag að maður er bara ungur einusinni. Ég man líka eftir brilliant setningu sem ég heyrði einusinni í annars ömurlegri kvikmynd með Susan Sarandon. Ég tók hana að sjálfsögðu til mín og hún íslenskast einhvernvegin svona: "Ef þú átt aðeins einn aur þá skaltu nota hann til að láta pússa skóna þína." Þessa setningu tekst mér alltaf að uppfæra á allt. London beibí!!!;)

mánudagur, febrúar 14, 2005

Gleðilegan valentínusardag!

Ykkur sem finnast svona dagar merkingalausir, velkomin í hópinn. Þoli ekki svona tilbúna daga, ekkert nema helvítis peningaplott.

Klikka hér til þess að komast í gott skap.

laugardagur, febrúar 12, 2005

Gleðilegt ár!!

Ég dó ekki 1. desember, er enn sprelllifandi. Hef fengið skammir fyrir að vera löt að skrifa, eiginlega var ég hætt en...

Ég var rétt í þessu að koma af skyndihjálparnámskeiði á vegum einkaþjálfaranámskeiðs sem ég er búin að vera á allar helgar síðasta mánuð. Jamm, alveg satt. Lísa ætlar að verða einkaþjálfari og hjálpa fólki að komast í form.

Að öðru. Hvað mynduð þið gera ef þið væruð í rólegheitum að borða morgunmatinn ykkar, og þegar þið væruð hálfnuð tækjuð þig eftir huge dauðum geitung sem flyti um í skálinni?? Örugglega það sama og ég, þ.e. æpa, skyrpa, kúgast og fá hroll og hringja síðan í umboðið og kvarta. Morgunmaturinn sem ég var að borða var súkkulaðiweetabix og fyrirtækið sem flytur það inn heitir Danól. Til að gera langa sögu stutta, þá fékk ég, 2 vikum, nokkrum símtölum og einum tölvupósti síðar, skaðabætur. Í skaðabætur fékk ég 3 kexpakka(homblest, fíkjurúllur og hafrakex) og 2 morgunkornspakka, þar af 1 súkkulaðiweetabix, sem ég á aldrei eftir að borða. Mér finnast þetta skelfilega púkalegar skaðabætur. Danól flytur t.d. líka inn machintosh, hefði verið nokkuð kát með svoleiðis en kommon, ekki kex og morgunkorn að verðmæti ca. 1000-1500 krónur. Eða hvað? Þeir hjá fyrirtækinu eru bara heppnir að ég hafi ekki farið með þetta beinustu leið í D.V. Það er til nóg af rugludöllum sem hefðu gert það. Reyndar er ég núna að gera mjög sambærilegan hlut, það er að birta þetta á einni mest lesnu síðu landsins;) (Ég til dæmis væri með teljara á síðunni en þá yrðu bara allir hinir bloggararnir svo ofboðslega afbrýðisamir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?