<$BlogRSDURL$>

föstudagur, júlí 28, 2006

Í gærkvöld flaug inn til mín stærðarinnar vespugeitungur og setti allt á annan endann. Svo þegar Helga ætlaði að rota hann með fréttablaðinu (ég faldi mig úti á meðan) framdi hann sjálfsmorð í lampanum mínum. Greyinu hefur þótt ljósið fallegt og ætlað að skoða það nánar sem fór ekki betur en svo að hann grillaðist. Fyrst kom reykur svo vond lykt og svo eldur, mér stóð sko ekki á sama og slökkti á lampanum.
Lampi til sölu. Hentar vel til að grilla skordýr, nú eða bara sem skordýragildra. Tilboð óskast.

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Ég gekk Laugaveginn um helgina, fleiri myndir er að finna á Helgu síðu og þar er meiraðsegja texti undir. Læt hér 2 fylgja af okkur hetjum, Helgu Huldu og mér dag 1 og dag 3. Ekki hægt að segja annað en að við fengum mjög fjölbreytt veður.Takið eftir fjallgöngudressi Huldu á fyrri myndinni. Nei þetta eru ekki stuttbuxur, þetta er minigallapils.

laugardagur, júlí 15, 2006

Ekki kaupa tigertiger Easy Snax örbylgjunúðlur, þær eru ógeð. Veit, nafnið hefði átt að segja mér það en samt keypti ég 2 box. Hugsa að ég sendi hitt boxið til svöngu barnanna í Afríku. Kannski finnst þeim þær góðar. Ætli þau séu með örbylgjuofn?

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Sumt fólk bara hreinlega stígur ekki í vitið. Eiturlyfjasmyglarar eru greinilega ekki mjög viti bornir. Eiturlyfjasmyglarar sem nást enn síður. Mér finnst ég undanfarið vera búin að rekast á óvenjumargar fréttir af fólki sem er gómað við að reyna að smygla dópi inn í landið og fyndnast er að lesa útskýringu þeirra á smyglinu. "Ég hélt þetta væru hestasterar" sagði einn Lithái þegar hann náðist með 12 kíló af amfetamíni um daginn. Hestasterar. Nú er ég ekki fróð um hestastera en efast um að það þyki sjálfsagt að keyra um með þá í kílóavís. Ok, hálviti númer eitt. Það er vonandi bara tilviljun að hálviti númer tvö er líka frá Litháen. "Við húsleit á heimili skjólstæðings Sveins fann lögreglan uppskrift af amfetamíni í föstu formi og etanól, ásamt tveimur e-töflum. Uppskriftina sagðist sá ákærði hafa sótt fyrir vin sin og ekki vitað að væri fyrir amfetamínframleiðslu. Etanólið sagðist hann nota í bakstra við bakverkjum og töflurnar sagðist hann hafa fundið á gólfi skemmtistaðar, tekið upp og gleymt. Hann hefði borgað farið fyrir félaga sinn af greiðasemi þar sem hann ætti krítarkort og gæti því fengið hagstæðara verð á netinu. Hann hefði fengið endurgreitt í peningum." www.visir.is. Say no more.

Heyriði og Friðrik Ómar er kominn út úr skápnum. Gott hjá honum en var einhver einhverntíma í vafa um hvort hann væri gay? Einhver? Hélt ekki.

fimmtudagur, júlí 06, 2006




Þetta er platan Ég skemmti mér í sumar sem er framhald af plötunni Ég skemmti mér, sem sló í gegn fyrir jólin 2005. Hún inniheldur sumarlög frá árunum 1950-1975, eins og Óbyggðaferð, Sveitaball og Ég vil fara upp í sveit. Þið getið lesið meira um þetta og annað sem á daga Friðriks drífur á fridrik.is

sunnudagur, júlí 02, 2006

Ég er veik núna eina ferðina enn og er því búin að horfa á allt í sjónvarpinu og þá meina ég ALLT. Meira að segja bachelorette. Það var núna áðan og Jen var að velja síðustu tvo. Annar er mjög sætur og heitir Jerry. Hinn er mongólíti og er hér á myndinni til vinstri. Afsakið en OJ! Hann er ekki skárri í þáttunum, viðbjóðslega væminn og það er eins og hann sé lamaður í framan. Ég er svo yfir mig hneyksluð á þessum þáttum. "Mig langar bara að finna hina einu sönnu ást" Besta leiðin er þá augljóslega að kela við tuttugu menn á jafnmörgum dögum. Eða vikum, who gives.. Allavega þá fór ég á heimasíðuna til að ná í myndina af Jean-Paul, sem btw. er 25 ára, og sá að hún endar með að velja Jerry. Sorrý bachelorette aðdáendur.

Ef ég dey úr kvefi og hálsbólgu hver ætlar þá að hugsa um Kisumín?

Að lokum:

Hvað sagði mamma ljóskunnar við hana?
Ef þú ert ekki komin í rúmið klukkan tíu komdu þá heim.

Hvað sagði hægri löppin á ljóskuni við vinstri löppina?
Ekkert, þær hafa aldrei hist.

Hvað þarftu margar ljóskur til að búa til súkkulaðibitakökur?
Tíu.. eina til að hnoða degið.. níu til að skræla m&m:)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?