<$BlogRSDURL$>

laugardagur, júlí 17, 2004

Nú er ég alveg að fara heim, júhúúú Iceland here I come!!!
Legg af stað um eitt og verð komin seint í kvöld, þá er ferðinni heitið beint á Nasa á Stuðmannaball!!! Það verður væntanlega eitthvað lítið um blogg fram í október. 
Bless í bili.  Cool  

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Auglýsing:
Miðvikudaginn 21.Júlí klukkan 20:00 munum við Eva-María, vinkona mín frá Sviss, halda píanótónleika í Hásölum sal tónlistarskólans í Hafnarfirði. Spiluð verða verk eftir m.a. Shostakovich, Janacek, Chopin og Poulanc. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög í styrktarsjóðinn. Vonumst til að sjá sem flesta!

Hverjir ætla að mæta?

laugardagur, júlí 10, 2004

Enn og aftur nýjar myndir, í þetta sinn frá konsifest í gær. Allt gekk mjög skikkanlega fyrir sig, fólkið í Sviss er svo dannað. Nánast enginn var fullur, bara 1 fór að grenja og held að enginn hafi gubbað. Eitthvað hefði þetta litið öðruvísi út með 100 íslenskum háskólanemendum.
Í kvöld er ég búin að safna saman nokkrum Íslendingum sem búa í Sviss til að hittast á veitingastað í Zurich, verður örugglega rosa gaman. Tek að sjálfsögðu myndir. Ætluðum upphaflega að grilla við vatnið en hætt var við vegna skítaveðurs.
Vika í Ísland!

föstudagur, júlí 09, 2004

Oj og aftur oj!! Það er búið að vera hundleiðinlegt veður alveg síðan ég kláraði prófin og það er bara vika í Ísland. Ég á eftir að koma hvít sem draugur og það var sko ekki planið. Oj.
Kvartettinn kom í pizzu í gær ásamt systur fiðluleikarans, það eru að sjálfsögðu komnar myndir af því. Veit einhver um fleiri staði sem ég get geymt myndir ókeypis eftir að ég fer yfir limitið á þessum??

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Komnar nokkrar myndir á bloggið loksins.


miðvikudagur, júlí 07, 2004

Prófin búin, 10 dagar í Ísland. Píanóprófið gekk ekkert vonum framar, þó ekkert illa heldur og fæ að útskrifast á settum tíma, janúar 2006. Næsta ár verð ég (held ég og vona) bara í píanótímum. Það verður samt örugglega erfiðasta en skemmtilegasta árið. Skólastjórinn sagði við mig eftir prófið í fyrradag að ég ætti að vera búin að læra 5 Chopin etýður 2 Debussy etýður og 2 Liszt etýður fyrir nóvember. Ekki nóg með það heldur er ég búin að lofa að spila með 2 stelpum í kammermusikprófum í janúar, 1 Trio eftir Chausson og svo eitthvað með kvartettinum fyrir próf víóluleikarans. Gaman að sitja ekki aðgerðalaus, kv. Pollýanna.

sunnudagur, júlí 04, 2004



create your personalized map of europe
or write about it on the open travel guide

Vá hvað ég hef heimsótt fá lönd, mér sem finnst ég vera alltaf að ferðast. Þetta stendur sko til bóta. Ætla að vera búin að tvöfalda landafjöldann fyrir þrítugt. Telst með ef maður millilendir í nokkra klukkutíma? Þá bætast Danmörk og Þýskaland nebbla á listann. Ég sem er 2 tíma frá Austurríki og Þýskalandi og hef aldrei farið þangað. En vandró.
Píanópróf á morgunNervous

laugardagur, júlí 03, 2004

Aldrei aftur tònlistarsaga, tòk pròfid sko ì... uh nefid. Munnlegt pròf og dòmararnir voru 3 karlar, thà hjàlpar oft ad brosa bara sìnu blìdasta og segja eitthvad svakalega snidugt til ad byrja med, sem èg audvitad gerdi:) Themad sem èg fèkk var: Sònötuform ì sinfonìum Bruckners med daemum ur 8. sinfoniunni. Fèkk halftima til ad undirbùa mig svo thetta var pìs of keik. Èg er svo threytt, fer a eftir ad spila fyrir fjölskyldu EvuMariu held èg verdi ad fara fyrst heim ad lùlla smà. Thid sem viljid òska mèr til hamingju med ad thurfa aldrei aftur ì tònheyrn, hljòmfraedi/tòngreiningu/tònsmìdar (ad visu 1 verkefni eftir) eda tònlistarsögu megid gera thadi kommentaboxid mitt. Naesta àr verdur ljùft ef pianoprofid gengur vel a manudaginn:):):)

föstudagur, júlí 02, 2004

Jahá, mamma sendi mér 1 kíló af NÓAkonfekti um daginn, er nefnilega með matarboð í næstu viku og verð að bjóða upp á eitthvað íslenskt. Verst að konfektið hafi komið svona snemma því hef enga stjórn á mér og það minnkar sífellt í kassanum og ég er hrædd um að það verði bara allt búið þegar gestirnir koma. Er samt búin að uppgötva að það er ekkert fitandi að borða eingöngu konfekt, bara ef maður borðar venjulegan mat OG konfekt. Mér finnst koníaksflöskurnar vondar, geymi þær allavega fyrir gestina. Og kannski bananamolana líka.

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Hve ljúft að vera vakin klukkan 7 við dynka og drunur og sérstaklega þegar ég var að læra til klukkan 1:30! Það er verið að gera bílastæði BEINT fyrir utan gluggan hjá mér og þá meina ég að ég get opnað svefnherbergisgluggan og tekið í höndina á vinnumönnunum sem geyma vatsnflöskuna sína í gluggakistunni minni. Geri það samt ekki heldur gef þeim illt augnarráð fyrir að hafa vakið mig. Um hádegisbilið verður hávaðinn samt bærilegri því þá er svo heitt að allir vinnumennirnir fara úr að ofan.
Í gær fór ég í síðasta tónheyrnartíma lífs míns, lokaeinkunn, meðaleinkun síðustu 3 ára: 5.5 (af 6)Á mánudag er píanóprófið og á þriðjudag er síðasti Tonsatztími lífs míns og svo SUMARFRÍ
Way Too Happy


This page is powered by Blogger. Isn't yours?