<$BlogRSDURL$>

föstudagur, október 29, 2004

Suhsi

Suhsi er besti matur í heimi. Ég skil ekki afhverju ég byrjaði ekki fyrr að borða suhsi og er bara frekar hneyksluð á mér fyrir að hafa einusinni fundist það ógeðslegt! Á föstudögum er hægt að fá suhsibakka í fylgifiskum á 1100 krónur. Af hverju bara föstudögum? Ég borðaði einn svoleiðis bakka áðan og það er bara pínkulítið í honum. Síðasta laugardag fór ég með Dæju og Hilmari á maru og við fengum okkur hvítvín, suhsi og kaffi og líkjör á eftir og það voru 3900 á mann. Mér finnst það ekkert svo galið, ætla alveg þangað aftur. Það vantar samt fleiri suhsi staði hingað. Mitt fyrsta verk þegar ég fer aftur til Sviss verður að kynna mér alla þá staði sem bjóða upp á suhsi. Við Helga borðuðum tvisvar sinnum suhsi í Köben, það var svo gott að kannski er það laumuástæða fyrir mig langi að flytja þangað. Ætli ég eigi ekki eftir að nefna dóttur mína Suhsi. Hvað eru mörg suhsi í því...

fimmtudagur, október 21, 2004

Eva-María Íslenskusnillingur skrifaði í gestabókina frekar fyndið sko. Svo eru myndir af okkur Helgu á vegamot.is frá því á Laugardaginn, frekar misheppnaðar. Ætli þessi sé ekki skást, þetta er samt ekkert líkt mér.
Ég er með innbyggða vekjaraklukku, sem ég reyndar truflaði í dag með að stilla vekjaraklukkuna á 8, en annars vakna ég yfirleitt sjálfkrafa klukkan tíu mínútur í níu. Glæstar vonir byrja klukkan níu og ég er að vona að þetta tengist ekki bara því, hef þó grun um að það geri það *roðn* Neyðist alltaf til að horfa með öðru auganu og fussa og sveia yfir fávitagangnum. En vitiði hvað, ég sá þessa þætti í Sviss og hér er smá preview: Macy deyr og lifnar aftur við, Sheila snýr aftur og skýtur Taylor sem deyr, Brooke eignast barn með eiginmanni Bridgetar dóttur sinnar sem er jafnframt líffræðilegi faðir Eric litla og trúlofast síðan Ridge og því næst giftist hún long lost bróður Ridge sem uppgötvaðist þegar í ljós kom að Eric Forrester er ekki alvöru pabbi hans heldur einhver Ítalskur olíubarón. Hver vill ekki fylgjast með svona, manns eigið líf virkar í ofur góðu jafnvægi eftir að hafa horft á einn þátt.

miðvikudagur, október 20, 2004

Í dag...
...vann ég 4000 í happdrætti háskólans.
...fór ég til tannlæknis og borgaði honum 10000 krónur fyrir að bora í eina tönn
...fór ég og gaf blóð. Ég er ein af 11 % landsmanna sem eru í B+. Blóðþrýstingurinn minn klukkan 11 í morgun var 119/68 og púlsinn 67. Það skemmtilegasta við að gefa blóð er fína kaffihlaðborðið, það er alveg eins og í sveitinni. Kökur, brauð, kæfa, kaffi og allskyns meira fínerí. Mæli með að allir gefi blóð. Finnst samt mjög skrýtið og asnalegt að hommar megi ekki gefa blóð.
Jæja dagurinn er nú ekki búinn enn, ætla að fara og spila smá á píanó áður en ég fer í vinnuna.


þriðjudagur, október 19, 2004

Og það er kominn ógeðslegur vetur. Þetta er í fyrsta sinn í 3 ár sem ég er á Íslandi í lok október, var alltaf svona kalt? Ég er bara farin að hlakka til að fara til Sviss aftur, í dag eru akkúrat 2 vikur þangað til.
Ég fór í leikfimi í gær og á föstdaginn og ég hlýt að hafa rifið alla vöðvana því ég er nánast farlama úr harðsperrum. Mér er illt allstaðar, ái i(og nei eg er ekki bara puttabrotin...)
Hey fólk, það er síðasti séns að bjóða mér í heimsóknir, matar og kaffiboð ég er að fara til langtburtistan og hver veit hvað ég verð lengi. Ég er í fríi í kvöld :-) Hver vill mig??


mánudagur, október 11, 2004

Þá er komið gróft plan fram að áramótum. Ég ætla að kenna og vinna á Argentínu út október. 2. nóvember fljúgum við mamma til Sviss, svo fer mamma heim og ég verð eftir út nóvember, hugsanlega kem ég til íslands í viku eða svo áður en ég fer að spila fyrir spænska kallinn í Danmörku, hugsanlega fer ég beint til Danmerkur frá Sviss 12. desember.

Í gær spilaði ég undir hjá Huldu í messu í Grafarvogskirkju. Þetta var fyrsta sinn sem ég spila í messu, hef samt oft spilað í kirkjum og meira að segja hef ég tvisvar sungið í kirkju. Já það er satt, ég söng! Reyndar ásamt mörgum öðrum í kór úti í Sviss og kannski söng ég manna lægst en er mjög hreykin samt.

þriðjudagur, október 05, 2004

Æi ég er löt og lasin og það er tómt vesen að losna við íbúðina í Sviss, allt í Sviss er tómt vesen. Kvartogkvein.

Mig langar svo í eitthvað kúl ættarnafn, eins og Dæja er með(Diego) og Helga Lilja frænka(Kormansky) en það er bara kúl ef maður fær það gefins, það er asnalegt að láta breyta nafninu sínu sjálfur. Nema auðvitað ef það er mjöög óheppilegt eins og Almannagjá eða Skólastíka. Spurning um að giftast einhverjum með flott ættarnafn. Mundi alveg sætta mig við td. Elísabet Firth eða Elísabet Visnjic:) Hvernig líst ykkur á?

sunnudagur, október 03, 2004

Van Morrison var góður. Við fórum að borða á Aski fyrir tónleikana og mamma og Finnur reyndu að panta borð fyrr um daginn fyrir fimm. Það gekk samt ekki nógu vel því þjónustustúlkan sagði alltaf:
-nei því miiiður þa er bara hægt að panta borð fyrir sex
-En við erum fimm getum við ekki gengið að borði vísu?
-nei því miður það er bara hægt að panta borð fyrir sex.
Svona gekk þetta þar til þau pöntuðu bara sex manna borð fyrir okkur fimm, hún gat nú lítið sagt við því daman en var samt ekki mjög kát. Henni var nú bara nær að vera að mismuna okkur fyrir að vera oddatala!
Eftir tónleikana fór ég til Evu, hún og Mikki voru með ísraelskt matarboð sem ég því miður missti af en var mætt rúmlega 10. Þar var boðið upp á Falafel, en ég hef lengi velt fyrir mér hvað það er síðan ég sá friendsþáttinn þegar systir Rachel hélt að Ross ynni á falafel-bás:) Mér skilst að þetta séu einskonar austurlenskar pítur, leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér.
Í boðinu voru Eva og Mikki, Dæja og Oscar, Helga og Árni og Unnur og Sigurþór. Og ég. Var semsagt "the odd one out" þar líka. Það var samt alveg ágætt, fórum í bæinn og ég fann Huldu og fór með henni á Hverfisbarinn.
Það er píanódagur í dag og ég er að fara í Gerðuberg að hlusta á 20 píanóleikara. Vildi bara að ég væri ekki svona ryðguð vegna gærdagsins. Mér var nær að vera svona lengi í bænum!

laugardagur, október 02, 2004

Ég fór heldur betur öfugu megin framúr í morgun! Ég svaf yfir mig og missti af tíma í klippingu. Greeeeenj:( ég sem er að fara á Van Morrison í kvöld og síðan eitthvað út á lífið. Sem betur fer á ég rosagóða klippifrænku sem ætlar að redda mér þannig að ég þurfi ekki að fara með höfuðfat út í kvöld.
Jón Eggert þjónn á Argentínu fær link því hann er svo sniðugur og því að hann gaf mér link. Ég mæli með að þið kíkið á bloggið hans sem fyrst, eða áður en hann vaknar og eyðir síðustu færslu sem er hrikalega fyndin:)
Er að fara að horfa á endursýnt Idol núna sem ég missti af í gær, vei mér finnst skemmtilegastir fyrstu þættirnir þegar allir lélegu eru með híhí.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?