<$BlogRSDURL$>

föstudagur, september 14, 2007

Kisamín er með doktorsgráðu í að láta sér líða vel. Hér er myndasyrpa frá því í gærkvöldi, reynið nú að læra eitthvað af þessu.
Þetta er vinsæl stelling,
Hummh hvernig ætli ég geti látið mér líða aðeins betur með sem minnstri fyrirhöfn.
Hugsihugsihugs....Merkilegt hvað það getur verið þreytandi að sofa allan daginn
Gvuð minnið mig á að henda þessum náttbuxum, þetta er óafsakanlegt, pælið ef það myndi kvikna í og ég þyrfti að fara út í þeim. Þetta eru bara vöðvar og smá auka feldur, ég SVER þaðJá klóra, aðeins til vinstri, purrrrrrrrrr

þriðjudagur, september 11, 2007

Topp 10 ljóskumóment Lísu 7-8

7. Þegar pabbi var að bora í vegg fyrir mig og ég átti að vera tilbúin með ryksuguna til að rygsuga draslið sem boraðist úr jafnóðum. Ég tók ryksuguna, stillti henni upp og beið eftir að pabbi myndi byrja að bora. En hann byrjaði ekkert og ég alveg, pabbi eftir hverju ertu að bíða? Hann horfði á mig með ohh þú ert svo mikil ljóska svipnum og sagði "eftir að þú KVEKIR Á RYKSUGUNNI"... og N.B þetta gerðist tvisvar, nema í seinna skiptið sagði hann ekki neitt heldur sprakk bara úr hlátri.

8. Þegar ég vann á Argentínu.

Top 10 ljóskumóment Lísu nr. 6
6. Þetta gerðist nú bara síðasta laugardag. Ég var eitthvað að leita að veitingastað fyrir okkur Ernu og prufaði að gúggla sushi. Það er náttúrulega mikið búið að gera grín að mér fyrir að geta ekki sagt orðið rétt en ég virðist líka eiga í einhverjum erfiðleikum með að skrifa það rétt. Allavega, ég gúgglaði Suhsi og fyrsta leitarniðurstaðan var bloggið mitt sjá hér. ég alveg "Guuuuuð Erna eeen sniiðugt!! Sjáðu hvað kemur ef maður gúgglar sushi, bara bloggið mitt ahahaa." Svo snarþagnaði ég þegar ég sá afhverju og mundi hvað mér var strítt í kommentunum þegar ég gerði þessa færslu forðum, kíkiði bara:)
Annars komst ég næst því að bera orðið rétt fram þegar Michael sagði: sko þetta er ekkert mál, þú segir bara sú, svo shit, sleppir svo t-inu og segir í í staðinn.

mánudagur, september 10, 2007

Sveitaferð Lísu og Dæju
Við Dæja skruppum í sveitaferð upp í bústað til Evu og Mikka í gær.
Ég heimtaði að fara á hestbak, sagðist vera ótrúlega vön hestum þannig að Mikki leyfði mér að prufa hestinn sinn, mig minnir að hún heiti Klukka. Eins og þið sjáið lítur hún út eins og ljúfasti barnahestur, Hér er Máni (bráðum 4 ára) á baki:


Meira að segja Dæja þorði að koma nálægt henni En samt tókst henni að henda mér tvisvar af baki, hér eru Máni og Mikki að tala við hana og biðja hana að gera þetta ekki aftur.
Aþena passaði Sögu
Sem er alltaf kát
Meðan Emma gæddi sér á krækiberjum
Svo var grillað og "krakkarnir" fengu að borða í stofunni


Einhvernveginn tókst okkur Evu að forðast myndavélarnar allan tímann, verðum að bæta úr því við tækifæri.

Framhaldið af Topp 10 ljóskumómentum Lísu kemur bráðum, ég er búin að vera iðin að bæta í safnið upp á síðkastið.

sunnudagur, september 09, 2007

Topp 10 ljóskumóment Lísu 1-5
Ekki endilega í neinni sérstakri röð, það er af mörgu að taka.
1. Þegar ég reyndi að bora upp 1 auman klósettrúlluhaldara á Njálsgötu, ákvað að vera ekkert að fá smiðina í það, þeir voru uppteknir við að smíða íbúð í risinu svo ég setti borinn í samband og boraði og boraði og boraði, og holan varð aldrei dýpri en nokkrir mm og ég var að fara að gefast upp og ná í demantabor eða eitthvað þegar smiðirnir litu við til að sjá hvað ég væri að vesenast og bentu mér pent á að borvélin væri í bakkgír!!
2. Þegar ég bað pabba að laga ljósið á ganginum sem var búið að vera bilað í mánuð og ég var farin að sætta mig við það bara, kveikja á kertum á ganginum og svona, mála mig í myrkri og telja skrefin frá svefnherbergi fram á klósett og hann skrúfaði peruna aðeins fastar og viti menn, það kom ljós. (þetta var í gær)
3. Pabbi kemur mikið við sögu í ljóskusögunum mínum og þarf iðulega að laga eitthvað þegar hann kemur í heimsókn. Einusinni þegar ég bjó í Eskihlíð kom hann til að "laga" ískápsskúffuna mína, ég hafði verið að þrífa hana og mér tókst ómögulega að koma henni aftur inn í ískápinn, og gafst upp. Pabbi tókst svo að smella henni inn á nótæm, þá náttúrulega hafði ég snúið henni öfugt. Hehemm.
4. Einusinni bauð ég Huldu og Helgu í kjúkling í Eskihlíð. Ég var nýbúin að þrífa eldavélina geðveikt vel, þá meina ég taka takkana af og vaska þá upp og skrúbba ótrúlega vel. Ég setti kjúklinginn í ofninn eins og alltaf, á blástur og 200 gráður en eftir klukkutíma var hann ennþá hrár. Eftir 1 og hálfan leist okkur ekki á blikuna og mig minnir að hann hafi verið orðinn ætur eftir 2 tíma. Gott ef það var ekki pabbi sem tók eftir því seinna að ég hafði sett takkana vitlaust á ofninn eftir að ég þreif þá þannig að í staðinn fyrir að hafa eldað kjúklinginn á 200 gráðum og blæstri var hann að malla á 30 gráðum og þegar ég hélt ég væri að hækka og lækka hitann var ég bara að skipta á milli grill/blástur/bla. Töff með eindæmum.
5. Helga kemur hér við sögu, en einhverntímann í Sviss var ég að reyna að rifja upp hvar Ísrael væri. Eva vinkona var þar og ég fekk skyndilega landfræðilegan áhuga á Ísrael. Ég dró upp Evrópukortið mitt og leitaði og leitaði en fann hvergi Ísrael. Ég var með Helgu á línunni og spurðu hvort hún hefði vitað að Ísrael væri ekki í Evrópu (kommon, eðlilegur ruglingur, Eurovision og það) og hún alveg: Nú hvar í fjandanum er það þá??! :)
Þetta er komið nóg í bili, læt afganginn bíða betri tíma.
Kv. Lísa sem datt 2svar af hestbaki í dag.

þriðjudagur, september 04, 2007

Þá er afmælisdagur númer 28 búinn. 2 ár eftir af "ekki þrítug" tímanum, sjitttt hvað tíminn líður hratt.

Afmælisdagurinn: Vaknaði ennþá hálf eftir mig eftir afmælispartýið á laugardaginn sem var ótrúlega skemmtilegt og vel heppnað. Fór öfugu megin framúr, veðrið var viiðbjóðslegt og það var mánudagur og ekki búið að takast til að sjálfu sér eins og ég hafði vonað. Dagurinn batnaði til muna þegar mamma kíkti við með pakka:) En versnaði svo aftur þegar ég fór í vinnuna og enginn gaf mér köku. Batnaði aftur þegar pabbi gaf mér pakka í vinnunni og eg hitti Helgu í köku í Smáralind og fór batnandi eftir það.

Ég er með eina gátu fyrir ykkur, hvaða 3 starfstéttir teljið þið að haldi mest framhjá?

Svo er hérna einn gamall og góður:

Why is six afraid of seven?
Because seven ate nine!, ahahaaaa

Kveðja, Lísa. 28 ára

This page is powered by Blogger. Isn't yours?