þriðjudagur, júní 29, 2004
Ó ég er svo mikil hetja! Ég losnaði loksins við vonda skapið í dag, æfði mig helling og kom svo heim full af orku og kæti og byrjaði að vaska upp og lofta út og reyna að láta íbúðina mína líta út eins og íbúð aftur. Hefði samt betur sleppt því að lofta út því inn kom riiisastór geitungur, og ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er ekkert í heiminum sem hræðir mig meira en geitungar (og allt sem flýgur og stingur) Ég lokaði hann inni í eldhúsi og lokaði þar með líka inni skóladótið mitt. Og pöddueitrið. Fann mér hárspreybrúsa sem vopn og safnaði kjarki til að opna eldhúsdyrnar. Tókst að opna í hálfa gátt, heyrði suð, öskraði og skellti aftur. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum þar til ég endaði með að sækja nágrannann sem hló bara þegar ég rétti honum hárspreybrúsann og spurði, hva ætlaðiru að laga á vespunni hárið? Ég ýtti honum inn í eldhús, lokaði og skömmu seinna var vespan dauð. Hjúkk.
Graaannar, allir þurfa góða graaanna
Graaannar, allir þurfa góða graaanna
mánudagur, júní 28, 2004
sunnudagur, júní 27, 2004
Skrýtin helgi. Í gær kunni ég allt í einu ekki lengur að spila á píanó, sem er ekki góðs viti svona viku fyrir próf. Gerði samt heiðarlega tilraun í gærkvöldi og fór í skólann að æfa. Þar var líka Daniella úr píanóbekknum mínum og hún spilaði sitt prófprógramm fyrir mig.(var í fýlu og neitaði að spila mitt fyrir hana) Ég var í svo vondu skapi að ég gagnrýndi hana kannski svolítið harkalega og hún fór að gráta(hehemm, kannski get ég fengið vinnu í idol dómnefndinni ef þetta gengur ekki upp með píanóleikinn) Við hættum að æfa, báðar hálf leiðar og fórum í bæinn á Altstadtsfest, fullt af fólki og hljómsveitum útum allt, alveg eins og 17.juní. Hresstumst aðeins við, með hjálp frá heineken góðvini okkar.
Í morgun fór ég í brunch til Genevieve, tók með tölvuna því við ætluðum að vera svo duglegar að klára Lutoslawsky verkefnið okkar. Þá var heimska tölvan mín búin að týna alveg heilli blaðsíðu sem ég skrifaði um daginn, ég fór náttúrulega aftur í fýlu og tókst ekki að vinna neitt í verkefninu. Í staðinn ákvað ég að spila smá nútímalega improvisation fyrir Genevieve á víóluna hennar(fyrsta sinn sem ég svo mikið sem held á víólu, getið rétt ímyndað ykkur hve mikið ég gladdi hana..) Verð nú samt að segja það að ég er ansi hæfileikarík, gat meira að segja spilað ABCD. Eftir að hafa truflað hana eins og ég gat, gerði ég aðra tilraun til að æfa mig í skólanum en gafst upp eftir skamma stund. Hitti svo Valerie í strætó sem er líka í píanóbekknum mínum og fór með henni í einn drykk, ég er viss um að mér tókst að gera hana svolítið dapra líka. Ef einhver vill komast í vont skap, hringdu í mig og ég get örugglega komið til hjálpar.
Í morgun fór ég í brunch til Genevieve, tók með tölvuna því við ætluðum að vera svo duglegar að klára Lutoslawsky verkefnið okkar. Þá var heimska tölvan mín búin að týna alveg heilli blaðsíðu sem ég skrifaði um daginn, ég fór náttúrulega aftur í fýlu og tókst ekki að vinna neitt í verkefninu. Í staðinn ákvað ég að spila smá nútímalega improvisation fyrir Genevieve á víóluna hennar(fyrsta sinn sem ég svo mikið sem held á víólu, getið rétt ímyndað ykkur hve mikið ég gladdi hana..) Verð nú samt að segja það að ég er ansi hæfileikarík, gat meira að segja spilað ABCD. Eftir að hafa truflað hana eins og ég gat, gerði ég aðra tilraun til að æfa mig í skólanum en gafst upp eftir skamma stund. Hitti svo Valerie í strætó sem er líka í píanóbekknum mínum og fór með henni í einn drykk, ég er viss um að mér tókst að gera hana svolítið dapra líka. Ef einhver vill komast í vont skap, hringdu í mig og ég get örugglega komið til hjálpar.
laugardagur, júní 26, 2004
Lord of the Rings!
What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla
21 dagur í Ísland!
Áðan fór ég í sund. Við hliðina á mér þar sem ég lá í makindum á sóla mig á sundlaugarbakkanum var maður að raspa siggið á löppunum á sér á gangstéttinni, ojbara. Ekki nóg með það heldur lyfti hann svo annari rasskinnini og prumpaði rosalega hátt, greinilega alveg sama þó það væri dama nálægt(ég). Svo hélt hann bara áfram að raspa á sér siggið. Hann var í illa vaxinn í blárri speedo, need I say more... Fuss og svei!
Áðan fór ég í sund. Við hliðina á mér þar sem ég lá í makindum á sóla mig á sundlaugarbakkanum var maður að raspa siggið á löppunum á sér á gangstéttinni, ojbara. Ekki nóg með það heldur lyfti hann svo annari rasskinnini og prumpaði rosalega hátt, greinilega alveg sama þó það væri dama nálægt(ég). Svo hélt hann bara áfram að raspa á sér siggið. Hann var í illa vaxinn í blárri speedo, need I say more... Fuss og svei!
föstudagur, júní 25, 2004
22 dagar í Ísland!
Á Íslandi ætla ég að:
-Klifra upp á Esjuna í fyrsta skipti á ævinni, er nefnilega í svo góðu formi eftir 3 ár í heilsubælinu Sviss
-Fara í bláa lónið, en bara einusinni því það er víst orðið svo dýrt
-Drekka rosalega mikið af malti
-Fara í sund
-Endurnýja kynni mín við vini og vandamenn
-Fara í sumarbústað
-Halda tónleika
-Taka túristarúntinn með Evu-Maríu, Gullfoss-Geysir osfrv.
Gleymdi ég einhverju??
Á Íslandi ætla ég að:
-Klifra upp á Esjuna í fyrsta skipti á ævinni, er nefnilega í svo góðu formi eftir 3 ár í heilsubælinu Sviss
-Fara í bláa lónið, en bara einusinni því það er víst orðið svo dýrt
-Drekka rosalega mikið af malti
-Fara í sund
-Endurnýja kynni mín við vini og vandamenn
-Fara í sumarbústað
-Halda tónleika
-Taka túristarúntinn með Evu-Maríu, Gullfoss-Geysir osfrv.
Gleymdi ég einhverju??
þriðjudagur, júní 22, 2004
sunnudagur, júní 20, 2004
Nú þegar ég er nýbúin að læra að setja myndir á bloggið get ég ekki hætt:) Til vinstri er litli salurinn sem við spiluðm í í gær og í dag og til hægri er höllin sem mér finnst voðalega lítið hallarleg. Eða halló, tíhí föttuðuði þennan?
Tónleikarnir gengu hundraðsinnum betur í dag en í gær, stemmningin var allt önnur og fólk var yfir sig hrifið. Margir nefndu að þeir vildu fá fá okkur til að spila hér og þar, td. var ein moldrík amerísk kona frá budweiser-bjórfyrirtækinu, þori ekki að fara með tengsl hennar við fyrirtækið en held jafnvel að hún heiti budweiser, eða eigi eitthvað í fyrirtækinu. Hún á einhvern veitingastað hér líka og vill endilega fá okkur til að spila þar einhverntíma. Einnig var viðstödd, fyrir algjöra tilviljun, prófdómari úr skólanum sem er mjög ströng, sem betur fer vissum við ekki af henni fyrr en eftirá. Henni líkaði vel, sem beeetur fer, kannski er ég búin að ná mér í vinsældarstig fyrir lokaprófið mitt!! Svo kom líka ljósmyndari frá blaðinu og tók myndir af okkur, frægðin nálgast óðum
Tónleikarnir gengu hundraðsinnum betur í dag en í gær, stemmningin var allt önnur og fólk var yfir sig hrifið. Margir nefndu að þeir vildu fá fá okkur til að spila hér og þar, td. var ein moldrík amerísk kona frá budweiser-bjórfyrirtækinu, þori ekki að fara með tengsl hennar við fyrirtækið en held jafnvel að hún heiti budweiser, eða eigi eitthvað í fyrirtækinu. Hún á einhvern veitingastað hér líka og vill endilega fá okkur til að spila þar einhverntíma. Einnig var viðstödd, fyrir algjöra tilviljun, prófdómari úr skólanum sem er mjög ströng, sem betur fer vissum við ekki af henni fyrr en eftirá. Henni líkaði vel, sem beeetur fer, kannski er ég búin að ná mér í vinsældarstig fyrir lokaprófið mitt!! Svo kom líka ljósmyndari frá blaðinu og tók myndir af okkur, frægðin nálgast óðum
Í gær spilaði ég með kvartettinum í Schloss Buttisholz sem eru í eigu þessara hjóna.
Tilefnið var að þau vildu kynna kastalann sinn(monta sig)og tónleikarnir í gær voru fyrir styrktaraðila, stjórnmálamenn og fólk sem hjálpaði til við að endurnýja kastalann. Í dag verða svo aðrir tónleikar fyrir vini og vandamenn hjónanna og ég býst við því að stemmningin verði aðeins betri þá en í gær, hef aldrei spilað fyrir eins stífan og óþægilegan hóp af fólki eins og í gær. Í fyrsta lagi er salurinn pínulítill og flygillinn hálf á ská fyrir miðju, við máttum sko alls ekki færa hann. Fólkið sat í kringum okkur og alveg ofaní okkur, það var hrikalega heitt og loftlaust og okkur fannst við spila ömurlega. Eftir tónleikana ætluðum við varla að þora niður að hitta gestina, sem reyndust svo bara vera ánægðir með tónleikana. Það kom mér svo rosalega á óvart þegar ég hlustaði á upptökuna að þetta var ekki nærri því ein slæmt og við héldum:)Sumar vitleysurnar heyrðust bara alls ekki, og þetta hljómaði mun betur en það sem ég heyri þegar ég sit við píanóið. Í dag ætlum við að spila ennþá betur.
Tilefnið var að þau vildu kynna kastalann sinn(monta sig)og tónleikarnir í gær voru fyrir styrktaraðila, stjórnmálamenn og fólk sem hjálpaði til við að endurnýja kastalann. Í dag verða svo aðrir tónleikar fyrir vini og vandamenn hjónanna og ég býst við því að stemmningin verði aðeins betri þá en í gær, hef aldrei spilað fyrir eins stífan og óþægilegan hóp af fólki eins og í gær. Í fyrsta lagi er salurinn pínulítill og flygillinn hálf á ská fyrir miðju, við máttum sko alls ekki færa hann. Fólkið sat í kringum okkur og alveg ofaní okkur, það var hrikalega heitt og loftlaust og okkur fannst við spila ömurlega. Eftir tónleikana ætluðum við varla að þora niður að hitta gestina, sem reyndust svo bara vera ánægðir með tónleikana. Það kom mér svo rosalega á óvart þegar ég hlustaði á upptökuna að þetta var ekki nærri því ein slæmt og við héldum:)Sumar vitleysurnar heyrðust bara alls ekki, og þetta hljómaði mun betur en það sem ég heyri þegar ég sit við píanóið. Í dag ætlum við að spila ennþá betur.
fimmtudagur, júní 17, 2004
Svona er nú fallegt hjá mér:)
Hef prílað upp á þetta fjall (hálfa leið og tók kláfinn niður)
Og spilað hér á celestu
Skólinn minn:
Hef prílað upp á þetta fjall (hálfa leið og tók kláfinn niður)
Og spilað hér á celestu
Skólinn minn:
sunnudagur, júní 13, 2004
Dagurinn fór í mest ekkert nema tölvuráp, sjónvarpsgláp og nammiát. Ég skrapp reyndar a píanónemendatónleika bara svona fyrir egóið því ég vissi að engir svakalegir talentar væru að spila og ég er búin að heyra í svo mörgum góðum upp á síðkastið að mig bráðvantaði að heyra eitthvað venjulegt til að róa hugann. Var eiginlega frekar leiðinlegt..
Þetta er samt skemmtilegt:)
Þetta er samt skemmtilegt:)
Er að njóta þess að gera ekkert í fyrsta sinn lengi. (Vottar fyrir smá samviskubiti) Fyrstu kvartetttónleikarnir voru í gær, held ég hafi aldrei spilað á svona mörgum tónleikum á svo stuttum tíma eins og núna maí/júní. Allavega ekki svona mörg mismunandi prógrömm. Bara 3 vikur í frí:) Rakst á þennan á netinu, eldgamall en hrikalega fyndinn:
HVERNIG Á AÐ FARA Í STURTU EINS OG KONA
Farðu úr fötunum og raðaðu þeim í flokkaðar "óhreina-taus-körfur" Ein fyrir ljósan þvott, ein fyrir dökkan, ein fyrir hvítan, og ein fyrir sérstaklega viðkvæm efni. Gakktu í átt að baðherberginu í síðum slopp. Ef að húsbóndinn sér til þín á leiðinni, mundu þá að hylja allt nakið hold og flýta þér inná baðherbergið. Horfðu á sjálfan þig í speglinum, ýttu maganum fram og kvartaðu í smástund við sjálfa þig yfir því hvað þú ert að verða feit. Stígðu inn í sturtuna. Athugaðu hvort að eftirfarandi sé ekki örugglega við hendina: andlits-þvottapokinn, handarkrika-þvottapokinn, fyrir-neðan-mitti-þvottapokinn, grófi nudd-þvottapokinn og siðast en ekki síst .. appelsínu-húðar-nudd-steinninn. Þvoðu hárið einu sinni með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið. Þvoðu hárið aftur með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið. Notaðu Agúrku/Ginseng næringuna .. þessari með viðbættu Burkna-olíunni og láttu standa í hárinu í 15 mínútur. Þvoðu þér í framan með Aprikósu-skröbbinu í tíu mínútur .. eða sirka þangað til þig fer að svíða verulega. Þvoðu restina af líkamanum með Ginger/Jaffa-Cake líkams-sápunni.Skolaðu næringuna úr hárinu í sirka 15 mínútur .. svo að örugglega öll afgangs næring hreinsist í burtu. Ef að húsbóndinn sturtar niður, sem leiðir til þess að vatnið hjá þér hitnar í smástund, skaltu öskra brjálæðislega og kalla hann öllum illum nöfnum. Skúfaðu fyrir sturtuna. Þurrkaðu upp alla bleytu í sturtunni. Notaðu Ajax sturtu sprey til að ná upp háglans á flísarnar. Ekki gleyma að athuga gólfið fyrir framan sturtuna og þurrka upp hvern einasta dropa. Farðu úr sturtunni. Þurrkaðu þig með handklæði sem er á stærð við lítið Afríku ríki. Pakkaðu hárinu inn í annað, extra rakadrægt, handklæði. Skoðaðu allan líkamann í leit að minnsta blett eða hári. Notaðu neglur eða flísatöng til að gera útaf við það sem þú finnur. Gakktu í átt að svefnherberginu í síðum slopp með handklæðið ennþá á höfðinu. Mundu að hylja allt nakið hold .. ef að húsbóndinn er nálægt og flýttu þér í átt að svefnherberginu. Ekki eyða undir hálftíma í að klæða þig.
AÐ FARA Í STURTU EINS OG KARLMAÐUR
Farðu úr fötunum, sitjandi á rúminu, og skildu þau eftir í hrúgu fyrir framan rúmið. Gakktu nakinn í átt að baðherberginu. Ef að konan sér þig á leiðinni, hristu þá "vininn" í áttina að henni og segðu "Vúúííí". Skoðaðu karlmannlegt vaxtarlag þitt í speglinum og dragðu djúpt inn andann til að athuga hvort þú sért með "sixpakk" (sem þú ert ekki með.)
Horfðu með aðdáun á stærðina á "félaganum", gríptu um hann og segðu "Jú vonna pís of ðis beibí". Farðu í sturtuna. Ekki hafa fyrir því að leita að þvottapoka, ekki nota hann ef þú rekst á hann. Þvoðu þér í framan, undir höndum og "vöðvann". Hlæðu kjánalega yfir því hvað það heyrist hátt þegar þú rekur við í sturtu. Notaðu sjampó í hárið en ekki nota næringu. Búði til móíkana-kamp með sjampóið í hárinu. Dragðu aðeins frá sturtuhengið til að sjá sjálfan þig í speglinum (tihihihii). Pissaðu (í sturtunni að sjálfsögðu). Skolaðu þig og farðu úr sturtunni. Ekki taka eftir vatninu á gólfinu (sem kom til afþví að þú hafðir hengið fyrir utan sturtubotninn.) Þurrkaðu þér lauslega. Horfðu á sjálfan þig í speglinum. Taktu nokkrar "pósur" og horfðu með aðdáun á stærðina á "jókernum" (aftur).
Ekki draga fyrir sturtuna, og skildu eftir blautt gólf. Ekki slökkva inná baði. Gakktu í átt að svefnherberginu með handklæðið um mittið. Ef að þú rekst á konuna, dragðu þá handklæðið frá, gríptu um "gosann", taktu eina Elvis-sveiflu og segðu "Sssjabúmm". Athugaðu hvort að nærbuxurnar séu blettóttar, ef ekki, farðu þá í þær. Taktu sundur sokkaparið á gólfinu. Brjóttu aðeins úr þeim, og farðu í þá. Farðu í nýjan bol, en vertu annars í sömu fötum og þú notaðir í gær.
HVERNIG Á AÐ FARA Í STURTU EINS OG KONA
Farðu úr fötunum og raðaðu þeim í flokkaðar "óhreina-taus-körfur" Ein fyrir ljósan þvott, ein fyrir dökkan, ein fyrir hvítan, og ein fyrir sérstaklega viðkvæm efni. Gakktu í átt að baðherberginu í síðum slopp. Ef að húsbóndinn sér til þín á leiðinni, mundu þá að hylja allt nakið hold og flýta þér inná baðherbergið. Horfðu á sjálfan þig í speglinum, ýttu maganum fram og kvartaðu í smástund við sjálfa þig yfir því hvað þú ert að verða feit. Stígðu inn í sturtuna. Athugaðu hvort að eftirfarandi sé ekki örugglega við hendina: andlits-þvottapokinn, handarkrika-þvottapokinn, fyrir-neðan-mitti-þvottapokinn, grófi nudd-þvottapokinn og siðast en ekki síst .. appelsínu-húðar-nudd-steinninn. Þvoðu hárið einu sinni með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið. Þvoðu hárið aftur með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið. Notaðu Agúrku/Ginseng næringuna .. þessari með viðbættu Burkna-olíunni og láttu standa í hárinu í 15 mínútur. Þvoðu þér í framan með Aprikósu-skröbbinu í tíu mínútur .. eða sirka þangað til þig fer að svíða verulega. Þvoðu restina af líkamanum með Ginger/Jaffa-Cake líkams-sápunni.Skolaðu næringuna úr hárinu í sirka 15 mínútur .. svo að örugglega öll afgangs næring hreinsist í burtu. Ef að húsbóndinn sturtar niður, sem leiðir til þess að vatnið hjá þér hitnar í smástund, skaltu öskra brjálæðislega og kalla hann öllum illum nöfnum. Skúfaðu fyrir sturtuna. Þurrkaðu upp alla bleytu í sturtunni. Notaðu Ajax sturtu sprey til að ná upp háglans á flísarnar. Ekki gleyma að athuga gólfið fyrir framan sturtuna og þurrka upp hvern einasta dropa. Farðu úr sturtunni. Þurrkaðu þig með handklæði sem er á stærð við lítið Afríku ríki. Pakkaðu hárinu inn í annað, extra rakadrægt, handklæði. Skoðaðu allan líkamann í leit að minnsta blett eða hári. Notaðu neglur eða flísatöng til að gera útaf við það sem þú finnur. Gakktu í átt að svefnherberginu í síðum slopp með handklæðið ennþá á höfðinu. Mundu að hylja allt nakið hold .. ef að húsbóndinn er nálægt og flýttu þér í átt að svefnherberginu. Ekki eyða undir hálftíma í að klæða þig.
AÐ FARA Í STURTU EINS OG KARLMAÐUR
Farðu úr fötunum, sitjandi á rúminu, og skildu þau eftir í hrúgu fyrir framan rúmið. Gakktu nakinn í átt að baðherberginu. Ef að konan sér þig á leiðinni, hristu þá "vininn" í áttina að henni og segðu "Vúúííí". Skoðaðu karlmannlegt vaxtarlag þitt í speglinum og dragðu djúpt inn andann til að athuga hvort þú sért með "sixpakk" (sem þú ert ekki með.)
Horfðu með aðdáun á stærðina á "félaganum", gríptu um hann og segðu "Jú vonna pís of ðis beibí". Farðu í sturtuna. Ekki hafa fyrir því að leita að þvottapoka, ekki nota hann ef þú rekst á hann. Þvoðu þér í framan, undir höndum og "vöðvann". Hlæðu kjánalega yfir því hvað það heyrist hátt þegar þú rekur við í sturtu. Notaðu sjampó í hárið en ekki nota næringu. Búði til móíkana-kamp með sjampóið í hárinu. Dragðu aðeins frá sturtuhengið til að sjá sjálfan þig í speglinum (tihihihii). Pissaðu (í sturtunni að sjálfsögðu). Skolaðu þig og farðu úr sturtunni. Ekki taka eftir vatninu á gólfinu (sem kom til afþví að þú hafðir hengið fyrir utan sturtubotninn.) Þurrkaðu þér lauslega. Horfðu á sjálfan þig í speglinum. Taktu nokkrar "pósur" og horfðu með aðdáun á stærðina á "jókernum" (aftur).
Ekki draga fyrir sturtuna, og skildu eftir blautt gólf. Ekki slökkva inná baði. Gakktu í átt að svefnherberginu með handklæðið um mittið. Ef að þú rekst á konuna, dragðu þá handklæðið frá, gríptu um "gosann", taktu eina Elvis-sveiflu og segðu "Sssjabúmm". Athugaðu hvort að nærbuxurnar séu blettóttar, ef ekki, farðu þá í þær. Taktu sundur sokkaparið á gólfinu. Brjóttu aðeins úr þeim, og farðu í þá. Farðu í nýjan bol, en vertu annars í sömu fötum og þú notaðir í gær.
fimmtudagur, júní 10, 2004
Í gær var ég að spila hér með skólasinfoníunni. Prógramm var það sama og síðasta miðvikudag og mér finnst orðið bara gaman að spila Berio:)
miðvikudagur, júní 09, 2004
Haha prófaði að gúggla Baldur Ágústsson forsetaframbjóðanda, aðeins að reyna að fylgjast með og það gleður mig að vita að ég er ekki sú eina því þetta var fyrsta síðan sem birtist. Hvern ætlið þið að kjósa? Ég ætla ekki að kjósa hann því ég held að þau mundi ekki sóma sér eins vel á forsíðu séð og heyrt og Óli og Dorrit.
mánudagur, júní 07, 2004
sunnudagur, júní 06, 2004
Ég fór í klippingu fyrir rúmlega viku og enginn er búinn að taka eftir því! Spurning hvort ég eigi að nota ósýnileika minn til góðs eðs ills.
Fer á eftir að prufa celestuna í kkl fyrir tónleikana í kvöld. Það var semsagt ákveðið að notast við alvöru celestu stað e-píanós og ég hef aldrei spilað á slíka fyrr.
Masterclass í fyrramálið hjá Rudenko, við erum 4 sem taka þátt: ég, ein pólsk, ein rúmensk og einn ungur frá Sviss(úr mínum bekk)Sú rúmenska tók konzertdiplom í fyrra með hæstu einkunn (6), sú pólska og sá svissneski eru fáránlega góð og ég held að þau séu öll yngri en ég.
Góði guð ekki láta mig vera langlélegasta á masterclassinu á morgun
Nei djók, trúi ekkert á Guð! Ætla að spila f-moll ballöðu Chopins, hún er svo falleg:) Veit ekki afhverju, en hún minnir mig svolítið á teiknimyndina Anastasíu. Það er líka eitt variation í Dvorak D-dur kvartettinum sem minnir mig á Anastasiu. Þá sérstaklega á atriðið þar sem hún stendur ein í snjónum á krossgötum og veit ekki hvaða leið hún á að velja. Er ég rugluð?
Fer á eftir að prufa celestuna í kkl fyrir tónleikana í kvöld. Það var semsagt ákveðið að notast við alvöru celestu stað e-píanós og ég hef aldrei spilað á slíka fyrr.
Masterclass í fyrramálið hjá Rudenko, við erum 4 sem taka þátt: ég, ein pólsk, ein rúmensk og einn ungur frá Sviss(úr mínum bekk)Sú rúmenska tók konzertdiplom í fyrra með hæstu einkunn (6), sú pólska og sá svissneski eru fáránlega góð og ég held að þau séu öll yngri en ég.
Góði guð ekki láta mig vera langlélegasta á masterclassinu á morgun
Nei djók, trúi ekkert á Guð! Ætla að spila f-moll ballöðu Chopins, hún er svo falleg:) Veit ekki afhverju, en hún minnir mig svolítið á teiknimyndina Anastasíu. Það er líka eitt variation í Dvorak D-dur kvartettinum sem minnir mig á Anastasiu. Þá sérstaklega á atriðið þar sem hún stendur ein í snjónum á krossgötum og veit ekki hvaða leið hún á að velja. Er ég rugluð?
föstudagur, júní 04, 2004
Ég er svo sorgmædd:( Á leiðinni úr skólanum sá ég pínulítinn fuglsunga sem var aleinn á jörðinni að kalla á mömmu sína. Hann var ennþá með svona ungadún á sér og kunni ekki að fljúga. Mig langaði svo að hjálpa honum en vissi ekki hvernig, hef nokkrum sinnum reynt að skipta mér af fuglum í vandræðum og bara gert illt verra.
Einu sinni reyndi ég að ná páfagauk sem var upp í tré, en í staðinn hrakti ég hann lengst út í buskann og týndi honum svo. Annað sinn fann ég vængbrotinn máv og ætlaði að hjálpa honum (hugsaði reyndar ekki út í það hvað ég hefði gert næst hefði ég náð honum) en sama sagan, hrakti hann lengst út í móa og týndi honum. Allir hinir mávarnir voru búnir að stríða honum og reyna að gogga í hann, og hann var einmanna og hræddur.
Svo á leiðinni heim í strætó núna sá ég fuglamömmu elta kött með lifandi fuglsunga í munninum (ekki þann sama samt)og varð ennþá sorgmæddari. HVAÐ ER AÐ HEIMINUM!! Ég er samt engin öfga dýraverndunarsinni og uppáhalds kjötið mitt er fuglakjöt, vil bara að slátrun þeirra fari fram bak við lokaðar dyr sláturhúsanna og ekki fyrir framan nefið á mér. Spurning um að toppa daginn með að horfa á My Girl eða Lion King. Muniði þegar mamma hans Simba dó, eða þegar litli gleraugnaglámurinn í My Girl fór að ná í hringinn fyrir stelpuna og var drepinn af býflugum? snökt
Einu sinni reyndi ég að ná páfagauk sem var upp í tré, en í staðinn hrakti ég hann lengst út í buskann og týndi honum svo. Annað sinn fann ég vængbrotinn máv og ætlaði að hjálpa honum (hugsaði reyndar ekki út í það hvað ég hefði gert næst hefði ég náð honum) en sama sagan, hrakti hann lengst út í móa og týndi honum. Allir hinir mávarnir voru búnir að stríða honum og reyna að gogga í hann, og hann var einmanna og hræddur.
Svo á leiðinni heim í strætó núna sá ég fuglamömmu elta kött með lifandi fuglsunga í munninum (ekki þann sama samt)og varð ennþá sorgmæddari. HVAÐ ER AÐ HEIMINUM!! Ég er samt engin öfga dýraverndunarsinni og uppáhalds kjötið mitt er fuglakjöt, vil bara að slátrun þeirra fari fram bak við lokaðar dyr sláturhúsanna og ekki fyrir framan nefið á mér. Spurning um að toppa daginn með að horfa á My Girl eða Lion King. Muniði þegar mamma hans Simba dó, eða þegar litli gleraugnaglámurinn í My Girl fór að ná í hringinn fyrir stelpuna og var drepinn af býflugum? snökt
fimmtudagur, júní 03, 2004
Ég held ég verði að taka undir með henni Maju, það verður sífellt leiðinlegra að blogga þegar undirtektirnar eru nánast engar. Ég mun samt halda ótrauð áfram, fínt fyrir svona gleymið fólk eins og mig að halda dagbók.
Það er kominn einhver rígur í kvartettinn minn, aðallega milli víólunnar og fiðlunnar, fiðluleikaranum finnst víóluleikarinn of kærulaus og víóluleikaranum fiðluleikarinn of ströng og smámunasöm og þær byrjuðu að rífast á æfingu áðan. Persónulega kýs ég smámunasemi fram yfir kæruleysi þó svo ég sé frekar þekkt fyrir hitt. Ég skil eiginlega sjónarmið beggja en vil síst af öllu blandast í rifrildið, stelpurifrildi geta orðið mjög ljót! Erum með fyrsta konsertinn eftir rúma viku, og næstu tvo eftir 2 vikur, vonandi geta þær hagað sér þangað til.
Það er kominn einhver rígur í kvartettinn minn, aðallega milli víólunnar og fiðlunnar, fiðluleikaranum finnst víóluleikarinn of kærulaus og víóluleikaranum fiðluleikarinn of ströng og smámunasöm og þær byrjuðu að rífast á æfingu áðan. Persónulega kýs ég smámunasemi fram yfir kæruleysi þó svo ég sé frekar þekkt fyrir hitt. Ég skil eiginlega sjónarmið beggja en vil síst af öllu blandast í rifrildið, stelpurifrildi geta orðið mjög ljót! Erum með fyrsta konsertinn eftir rúma viku, og næstu tvo eftir 2 vikur, vonandi geta þær hagað sér þangað til.
miðvikudagur, júní 02, 2004
Ehh.. allt nema læra
"Fmaj7" get down with your funky self,
hey at least you're happy...
What Guitar Chord Are You?
brought to you by Quizilla
"Fmaj7" get down with your funky self,
hey at least you're happy...
What Guitar Chord Are You?
brought to you by Quizilla
þriðjudagur, júní 01, 2004
Þegar ég kom heim úr skólanum í dag, þreytt með hausverk, nýbúin að vera með fyrirlestur um Faustsinfóníu Liszt(sem by the way er yfirburða tónsmíð, mæli með henni!) beið mín pakki í póstkassanum með fullt af þáttum úr 10 seríu í friends, tímasetningin hefði ekki getað verið betri.
Takk Helga Rósa:)
Takk Helga Rósa:)