<$BlogRSDURL$>

mánudagur, nóvember 29, 2004

4 dagar!!

Fyrst það er svona stutt þangað til ég fer finnst mér mjög tilgangslaust að fara og kaupa í matinn og nú er svo komið að það eina sem er til í kotinu, þ.e. sem er tilbúið til neyslu, er ekki að tala um pasta og kartöflur, eru sykurpúðar og sykraðar möndlur. Það fékk ég mér með morgunkaffinu, hádegiskaffinu og núna er ég eiginlega komin með nóg, 3 kaffibollann ætla ég að drekka einn og sér og fara svo að versla.

Ég er alveg að verða búin að pakka og á eftir ætla á ég að fara og kveðja skólann, píanóbekkinn og kennarann. Vonandi fer einhver að grenja:-) Læt vita;)

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Ég fór út að borða með Evu-Mariu á la cucina í gær, í síðasta sinn:( Ég er að gera allt of mikið í síðasta sinn þessa dagana. En svo ég sleppi öllu drama, við höfðum það auðvitað rosagott og ég var svona að spá hvort ég ætti að kíkja eitthvað út eftirá. Hún náttúrulega byrjaði að geyspa fyrir miðnætti að venju svo ég hefði annað hvort þurft að bíða eftir að Roberto væri búinn að vinna eða fara og leita uppi Gulla sem er víst í Luzern um helgina. Þar sem ég var hvorki í stuði til að bíða ein á barnum né að fara ein í skrýtið hommapartý þá fór ég bara ein heim. Sem betur fer!!! Því aðkoman var frekar skrýtin, kveikt ljós í stofunni sem ég mundi ekki eftir að hafa skilið eftir en gerði samt, og svo var ískalt í íbúðinni. Ástæðan var bara sú að ég hafði farið út í gærkvöld og skilið eftir galopnar svaladyr án þess að muna eftir því og hver sem er hefði getað valsað inn og tekið það sem hann lysti. Sem betur fer var allt á sínum stað. Ég kíkti samt til öryggis í öll herbergin til að athuga hvort einhverstaðar leyndist óboðinn gestur, sá hefði sko fengið fyrir ferðina! Ég er nefnilega ekki búin að pakka niður rafmagnsbyssuni og piparspreyinu. Talandi um... ætli ég megi taka það með til Íslands???
Ég held að ég þurfi að láta athuga á mér hausinn, ég er óendanlega gleymin þessa dagana. Og hina líka.

Foreldrar Evu-Mariu eru búin að bjóða mér í sushi í kvöld:) hef aldrei prufað heimagert sushi. Annars er ég bara búin að vera á fullu að pakka, er nú þegar búin að pakka niður í 19 kassa (sumir eru mjög litlir sko) Verð örugglega búin í tæka tíð með þessu áframhaldi. Er kannski svolítið móðguð samt yfir að enginn sé búinn að bjóðast til að hjálpa mér. Hnuss, ég þarf enga hjálp ég get allt...

föstudagur, nóvember 26, 2004

Loksins er ég búin að finna fólk sem treystir sér til að pakka inn flyglinum mínum. Fyrir þá sem ekki vissu þá kemur hann með mér til Íslands. Við erum óaðskiljanleg ég og gamli young-changinn minn þó við séum búin að rífast mikið gegnum tíðina. Fæ að vita á mánudag hvort allt gengur upp þrátt fyrir stuttan fyrirvara. Eina púsluspilið er að fá píanópakkarana til að koma sama dag og flutningamennina, vonandi gengur það upp. En það reddast alltaf allt einhvernveginn á endanum, er þó búin að læra það ef ekkert annað hérna í útlöndum.

Húsið mitt hefur aldrei verið flottara, búið að mála það gult, gera garðinn fínan, þrífa alla glugga og ég er komin með nýjar svalir. Flest tréin eru farin og það er komin gangstétt í staðin fyrir öll blómin sem gerðu ekkert annað en að draga að sér pöddukvikindi og annan ólifnað. Þetta þurfti endilega að klárast núna rétt áður en ég flyt burtu AÐ EILÍFU...langar ekki að fara núna. Ég held að leigusalanum finnist þetta gott á mig, hann reyndi svo mikið að sannfæra mig um að fara ekki. Núna glottir hann bara og segir, jaaaá hva ertu viss um að þú viljir fara?

Ég er kannski komin með nýtt skammtímaheimili þar sem ekki verður pláss fyrir mig í Strýtuseli eftir áramót sökum framkvæmda. Heimilisfólkið bjóst ekki við að fá 1 stykki Lísu og flygil inná sig, bara aldrei aftur held ég. Segi betur frá því þegar það kemst á hreint.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Tilkynning
Ég hef ákveðið hvorki að gefa né þiggja jólagjafir í ár (Mamma, Pabbi, þetta á ekki við um ykkur, þið þurfið samt að gefa mér) Ástæðan er einfaldlega sú að ég nenni því ekki. Það eiga allir allt, ef fólk vantar eitthvað þá fær það sér það. Ef fólk setur eitthvað á óskalistann þá er það vegna þess að það hefur ekki efni á að fá sér það strax og þá er í verkahring foreldra, ömmu eða afa að verða við þeim óskum. Ég er svo lánsöm að vera hvorki foreldri, amma né afi.
Svo eru kertastjakar og myndarammar um það bil það eina sem mér dettur í hug að gefa. Nú, nema litlir krakkar hafa fengið frá mér prumpublöðrur, prumputæki og fleira í þeim dúr. Ég er viss um að foreldrum þeirra barna sem ég hef gefið gjafir hingað til er pínulítið létt við þessa tilkynningu.
Jólagjafakaup eru líka stressandi og það er ekki á mitt stress bætandi þessa dagana. Býð frekar öllum með mér í kakóbolla niðri í bæ á þorláksmessu til að fylgjast með örvinglaða fólkinu þeysast upp og niður Laugarveginn á síðasta snúning leitandi að sniðugum jólagjöfum sem engan vantar.
Jólagjöfin mín til ykkar er: kaupið ykkur eitthvað fallegt í staðinn fyrir að kaupa eitthvað handa mér, ég mun gera slíkt hið sama og allir eru sáttir.

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Var að koma af tónleikum með Chamber Soloists Lucerne á Hotel Schweizerhof.
Í kvöld fer ég í kínverskt fondú til Evu-Mariu ásamt nokkrum stelpum úr fyrrverandi píanóbekknum mínum. Á morgun kemur svo fyrrverandi kvartettinn hingað í mat (og makeover, langar að prufa að gella þær aðeins upp)

Á tónleikunum hitti ég stelpu (fiðluleikara) sem ég var búin að lofa að spila með í kammermúsikprófi í janúar. Ég þurfti auðvitað að hætta við því ég verð ekkert hér í janúar. Ég lét hana vita í ágúst eða september og skiljanlega var hún ekki kát. Ég semsagt hitti hana áðan og spurði hvað hún segði gott. Í staðinn fyrir að ljúga og segja "allt gott" eins og venjulegt fólk gerir, ég allavegana, fékk ég bununa yfir mig hvað hún væri að deyja úr stressi yfir prófinu, væri með ömurlegan píanóleikara og það gengi illa að æfa og og og... ef ég væri betri manneskja væri ég örugglega að deyja úr samviskubiti.

laugardagur, nóvember 20, 2004

Það er orðið jólalegt í Luzern, snjór yfir öllu. Er ekki frá því að ég eigi eftir að sakna Sviss pínulítið.

Mig dreymdi 3 tölur í fyrri nótt, ég er viss um að það voru lottótölur en eg vaknaði áður en hinar 2 komu. Ég ætla allavegana að láta kaupa fyrir mig lottómiða og verð örugglega með a.m.k. 3 rétta.

Ég var rétt í þessu að klára bókina High Fidelity eftir Nick Hornby, þann sama og skrifaði About a Boy. Mjög góð bók og núna er ég að fara að byrja á "R" is for Ricochet eftir Sue Grafton. Ég er búin að vera að spara hana og tími varla að byrja því ég veit að næsta bók kemur ekki fyrr en á næsta ári. Ef einhvern vantar skemmtilegar "feelgood" bækur til að lesa t.d. með morgunkaffinu mæli ég með stafrófs-einkaspæjarabókum Sue Grafton. Forvitnir klikka hér.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Ég er súkkulaðikossar.


discover what candy you are @ quiz me


Ég semsagt gerði EKKERT í dag. Í gær var ég að vinna með Hilmari frænda í smábæ sem heitir Wil, ca. hálftíma fyrir utan Zurich. Vinnan fólst í að setja upp jólaseríur og skipta um ónýtar perur og þessháttar. Nenni nú ekki að fara nánar út í það en fínt að fá smá vasapening. Eftir á fórum við að hitta Íslandsvininn Roberto sem er líka þjónn á uppáhaldsveitingastaðnum mínum, La Cucina. Fæ alltaf konunglegar móttökur þegar ég fer þangað. Við sátum og kjöftuðum og drukkum hvítvín, Roberto sá til þess að það kæmi alltaf meira hvítvín, sem og snakk, hnetur ólívur og einhverskonar rækjur. Allt alveg ljómandi:)

Þegar ég kom heim hlammaði ég mér í rúmið með þeim afleiðingum að það brotnaði. Fyrst brotnaði það við hægra hornið höfuðmegin, en ég var svo þreytt að ég ákvað bara að sofa í því samt. Síðan brotnaði það vinstra megin þannig að ég lá á ská með lappir upp í loft og hausinn á gólfinu. Í staðinn fyrir að reyna að laga það ákvað ég bara að brjóta afganginn líka, enda mun fljótlegra, þannig að nú er rúmið mitt bara dýna á gólfinu.


Discover your Zodiac Personality
Discover your Zodiac Personality @ Quiz Me




föstudagur, nóvember 12, 2004

Vá, ég er óstöðvandi, blogga bara á hverjum degi!! Ég var meira og minna heima í dag þó harðsperrurnar séu nánast farnar, er eitthvað slöpp og asnaleg. Skrapp samt í apotek og það vildi svo skringilega til að HM þurfti er beint á móti apotekinu. Eiginlega fór ég viljandi alla leið í apotekið í verslunarmiðstöðinni (15 mínútna labb) í staðinn fyrir apotekið sem er hér rétt hjá. Ég þurfti auðvitað bara aaaðeins að kíkja inn í HM og gekk út með bol jakka og sokka. Svo er Karl Lagerfeld farinn að hanna ódýr föt fyrir HM, kíkti aðeins á þau en fannst þau frekar skrýtin. Á leiðinni heim kom ég við hjá skósmiðnum á horninu, hann gerði við bæði stígvélin mín fyrir 1000kall og nú eru þau eins og ný. Skósmiðurinn er skondinn kall, gamall lítill Ítali sem talar enga þýsku og bara nokkur orð í svissþýsku. Þegar ég spurði hvað þetta kostaði sagði hann grafalvarlegur: hálfa milljón franka. Mér fannst það rosalega fyndið en þetta var kannski svona "þið hefðuð þurft að vera þarna" moment.

Ykkur sem ekki kíktuð á komment síðustu færslu verð ég eiginlega að sýna hvað mamma og Kári eru búin að finna sniðugar leiðir til að segja fólki að það sé feitt án þess að móðga það:

1. Mikið fyllirðu vel út í fötin þín.
2. Þú flæðir afar vel út í rýmið.
3. Þú býrð við lárétta ógn í uppréttri stöðu.
4. Ég verð óttalega rindilsleg(ur) nálægt þér.

Endilega komið með fleiri hugmyndir.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Ég er búin að vera með þær verstu harðsperrur sem sögur fara af held ég. Í fyrradag fór ég í body-pump í fyrsta sinn í nokkra mánuði og hélt að ég hlyti enn að geta lyft jafn þungu og síðast. Ég gat það alveg...but it came with a price. Það er ekki blettur á mér sem er ekki aumur og það tekur mig óratíma bara að standa upp og setjast. Sem betur fer er ég með þráðlaust internet. Ég labba eins og spítukall og þarf að taka verkjalyf. Ó mig auma...

Í gær var þetta ekki alveg eins slæmt og ég gat farið í bæinn að hitta Evu-Maríu í kaffi. Við vorum að rölta um bæinn og gengum framhjá byssubúð. Í glugganum sá ég að það var verið að auglýsa piparsprey og mundi að ég er búin að vera á leiðinni að kaupa svoleiðis alveg síðan ég hitti tippaperrann í lestinni svo ég fór inn og keypti. Fékk voða lítinn og sætan brúsa sem smellpassar í veskið mitt, annað en þessi huge stun-gun sem ég er skíthrædd við. Nú er ég sko tilbúin í hvað sem er, á stun-gun, piparspray og mæti reglulega í body-combat. Svo eykur líka öryggistilfinninguna að hann Daniel á efri hæðinni á byssu sem hann hikar ekki við að taka upp þegar einhver abbast uppá mig, samanber þegar rúðan hjá mér var brotin í fyrra og hann hljóp út á götu með byssuna.

Ég er búin að bóka flug heim 2. desember, hef semsagt 3 vikur til að ákveða hvað ég geri við allt dótið mitt þá sérstaklega flygilinn. Held það komi lítið annað til greina en að setja hann í kassa og geyma hjá Hilmari frænda, ohh afhverju geta svona hlutir ekki bara gerst að sjálfu sér!

Annars er lítið annað nýtt. Ég mun væntanlega koma til með að sofna hér í sófanum með óburstaðar tennur og kveikt ljós og vona að ég þurfi ekki á klósettið. Svo á morgun ætla ég að vakna harðsperrulaus og fara aftur í body-pump. Góða nótt.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Slúður:

fór í gærkvöldi að hitta tvær úr fyrrverandi kvartettinum mínum, þær Maral frá Turkmenistan og Genevieve frá South-Carolina. Graziella, svissneska stelpan komst ekki þannig að við, að sjálfsögðu, fórum að tala um hana og vitiði hvað, hún er lesbía og sagði okkur ekki frá!! Við vorum alltaf saman allar fjórar síðasta vetur, fórum td. í mat heim til Graziellu og hittum "meðleigjanda hennar" oft svo kemur bara í ljós að þetta er kærastan hennar. Hún er enn ekki búin að segja okkur, frekar skrýtið. Það að hún sé lesbía kom mér ekkert á óvart, var búin að spotta þær einusinni eftir tónleika sem við héldum og þær voru eitthvað að strjúkast, en það hefðu svosem allt eins getað verið venjuleg vinkvennahót. Það er það að hún hafi ekki kynnt kærustuna sem hún er víst búin að vera með mjög lengi, við hinar vorum síblaðrandi um allt, Genevieve að gráta yfir fyrrverandi og Maral að lukkast yfir eiginmanninum og ég að ... samþykkja. Við vorum það mikið saman að þegar Maral varð ólétt vissum við það áður en hún pissaði á pinnann. Þegar hún svo missti fóstrið var Graziella fyrst upp á spítala til hennar með blóm og nú vill Maral meina að lesbíur séu umhyggjusömustu vinkonurnar:)

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Einu sinni þarsíðasta sumar var ég á leið heim frá miðbæ Luzern til Emmenbrucke þar sem ég bý. Vegalengdin er svona svipuð og miðbær-breiðholt en tekur bara ca. 7 mínútur með lest. Kannski ég nefni líka að Emmenbrucke er ekki mjög vinsælt hverfi og er gjarnan kallað litla-bosnia. Allavegana, umrætt kvöld var ég búin að vera á pöbbnum með nokkrum skólafélögum og tók síðustu lestina heim. Mig minnir að þetta hafi verið virkur dagur og lestin var nánast tóm fyrir utan mig og svo einn svertingja sem hlammaði sér í sætið á móti mér (án þess að spyrja um leyfi) af öllum tómu sætunum í lestinni. Þetta eru svona 4 sæti saman, 2 snúa fram og 2 aftur. Hann semsagt settist þannig að hann færi afturábak, og þá strax ákvað ég að þetta hlyti að vera perri og fór að spila tölvuleik í símanum til að þurfa ekki að tala við hann. Ég fann allan tímann að hann var að horfa á mig en leit ekki upp fyrr en á stoppustöðinni á undan minni, þar sem ég sá að annar strákur kom inn og horfði svakalega skringilega á mig, ég skildi ekkert í þessu og stóð upp til að fara út. Þá tók ég eftir að gaurinn á móti var barasta með tippið úti, risastórt ljótt tippi beint uppí loftið. Það eina sem mér datt í hug að segja var OJJJ og ég flýtti mér út í þvílíku sjokki, beint heim og hringdi útumallt að segja þessa rosalegu sögu. Viðbrögðin hjá flestum voru: ooo greyið þetta hlýtur að hafa verið hrikalegt, nú nema mamma fór bara að hlægja. Sem betur fer því annars hefði ég kannski tekið þetta of alverlega. En ég skal segja ykkur að það er ekki gaman að sjá perratippi óviðbúinn. Og hann var örugglega búinn að vera að fitla við sig allan tíman *hrollur* og ég tók ekkert eftir því vegna þess að ég var svo upptekin í símanum, ekki nema von að strákurinn sem kom inn horfði skringilega á mig, ein voða róleg yfir að sitja beint á móti risa tippi.
Þessa sögu er ég búin að segja öllum, en hún er svo skemmtileg að þar sem ég var uppiskroppa með fólk til að segja hana ákvað ég að birta hana bara hér. Næst segji ég svo frá þegar ég fékk morðhótun inn um gluggann...

mánudagur, nóvember 08, 2004

Ok ég held að ég sé ekkert rosalega ofbeldishneigð en akkúrat núna langar mig að hlaupa fram á gang, taka manninn með loftborinn og dúndra duglega á honum alveg lemja hann í KLESSU og troða lofbornum...... en það verður víst ekkert úr því, ég er svo prúð og stillt.

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Hér er smá update fyrir þá sem vilja vita. Mamma fór aftur til Íslands í gær eftir að hafa verið hjá mér í 4 daga. Við vorum rosalega duglegar að skanna búðirnar, bæði hér í Luzern og í Zurich, fórum tvisvar út að borða, spiluðum óteljandi rommý og fórum í líkamsrækt. Við höfðum það semsagt bara mjög gott. Nú hinsvegar er lífið svolítið skrýtið! Ég er ein í fyrsta sinn í 4 mánuði og er að hugsa um að breyta nafninu mínu í Palli.

Ég fór á smá pöbbarölt í gær með Evu-Mariu en það entist til miðnættis því þá var hún byrjuð að geyspa og vildi fara heim. Það bráðvantar íslenskar stelpur til Luzern! Mér finnst hundleiðinlegt, ef ég er á annað borð búin að hafa fyrir því að klæða mig upp, komin í bæinn um helgi, að fara heim klukkan 12. Bara öskubuskur gera svoleiðis. Og svissneskar stelpur.

Tölvan mín tók alltíeinu upp á því að bila, og hún er ekki enn alveg komin í lag, það er ekkert hljóð í henni og hún er ekki eins og hún á að sér að vera. Svo týndi ég svisssneska símakortinu mínu á Íslandi þannig að ef einhverjir hafa ekki getað náð í mig, ekki örvænta, ég er komin með nýtt númer sem hljóðar svona: 004176 410 7304

mánudagur, nóvember 01, 2004

Þá er ég að fara að yfirgefa Ísland eftir 13 klukkutíma. Í dag er ég samt ekki búin að vera dugleg að pakka heldur fannst mér sniðugra að setja inn myndir sem ég var að finna frá því í sumar. Þær er hægt að nálgast hér. Ég kvíði því svolítið að fara, ég er viss um að íbúðin er ónýt og skítug.
Ég vann síðustu vaktina á argentínu í gær og eftir vaktina fór allt starfsfólkið í bíó. Við fengum sal í Regnboganum bara fyrir okkur og sáum frumsýningu á Bad santa. Þó nafnið lofi ekki góðu er þetta ferlega fyndin mynd þar sem Billy Bob Thornton leikur drykkfeldan og slísí jólasvein. Gamla konan Lísa treysti sér samt ekki í staffapartýið eftirá með unglingunum, enda var ég mjöög lengi frameftir að skemmta mér á stuðmannaballi nóttina á undan.
Eva, til hamingju með að hafa fundið gestabókina mína! Það tók bara 7 mánuði;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?